Hvenær hefjast afborganir af námslánum?

Afborgarnir af námslánum hefjast tveimur árum eftir námslok, nánar tiltekið þann 30. júní. Ef liðin eru tvö ár og fólk hyggur á frekara nám má hinsvegar sækja um frestun afborgana.

Hvað þarf að borga mikið á ári?

Tvær afborganir eru greiddar á ári.

  • 1. mars er greidd föst upphæð, eða 132.190 krónur.
  • 1. september eru greidd 3,75% af heildar árstekjum fyrir skatt.
  • Hægt er að sækja um að dreifa greiðslum á sex mánuði.
  • Sumir nota sér greiðsluþjónustur bankanna til að safna fyrir afborgunum yfir allt árið.

Á heimasíðu LÍN má nálgast reiknivél fyrir afborganir af lánum.

Er hægt að fresta afborgunum?

Ef fjárhagsstaða einstaklinga veldur því að erfitt er að greiða af námslánum er hægt að sækja um frest hjá LÍN. Fólk getur sótt um frest sé það t.a.m. atvinnulaust, í námi, veikt, barnshafandi eða í orlofi. Sækja þarf um frestinn árlega. Hyggi fólk á frekara nám má einnig sækja um frest á þeim grundvelli.

Ef lántakandi fellur frá fyrnast eftirstöðvar lánsins.

 

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar