Hvað er verðtrygging?

Verðtrygging er aðferð til að tryggja að lán (fjármagnsskuldbinging) og sparifé haldi verðgildi sínu. Á verðtryggðum lánum  hækka afborganir af þeim í takt við verðbólgu og sparifé eykst í takt við verðbólgu. Til að átta sig á verðtryggingu verður maður að vita…

Hvað er verðbólga?

Verðbólga er þegar verð á vöru hækkar. Til að skilja það betur er rétt að hafa í huga að peningar eru mælieining svona rétt eins og sentimetrar og lítrar. Ólíkt þeim mælieiningum þá er verðmæti peninga síbreytilegt. Þegar hlutir hækka í verði gagnvart gjaldmiðlinum, þ.e. þegar appelsína kostar tilteknum prósentum meira en áður, þá er verðbólga. Ef appelsínan kostar svo minna en hún gerði áður, þá er verðhjöðnun.

Hvað eru peningar og vextir?

Vextir eru það gjald sem maður greiðir ef maður fær lánaða peninga. Með öðrum orðum: Vextir eru leigan sem greidd er fyrir lán á peningum. Vextir eru tilkomnir vegna þess að eigandi peninganna (sá sem lánar, t.d. banki), getur ekki nýtt þá á meðan þeir eru í láni hjá öðrum (lántakandanum). Þess vegna eru peningarnir leigðir út gegn greiðslu, -og leigan eru vextirnir.

Afhverju er verðtrygging?

Þeir sem lána peninga eða eiga sparifé vilja geta tryggt að peningarnir haldi verðgildi sínu annaðhvort ef þeir eru lánaðir eða þeir geymdir sem sparifé.
Þegar verðbólga er algeng og/eða mikil skapast hætta á að þeir sem lána peninga tapi á því. Sem dæmi: Þú lánar fyrir epli þegar það kostar 100 kr. Þegar þú færð 100 kr greiddar að fullu ári síðar kostar eplið ekki lengur 100 kr. heldur 110 kr. Þá er ljóst að gjaldmiðillinn hefur tapað verðgildi og þar af leiðandi getur þú ekki keypt epli eftir að hafa fengið lánið greitt til baka, nema að vextir af láninu séu hærri en verðbólgan eða að lánið sé með verðtryggðum vöxtum; þ.e.að lánið hækki í takt við verðbólgu.

Sama á svo við um sparifé sem þú vilt geyma, þá villt þú tryggja að þeir peningar haldi verðgildi sínu.

Einfalt dæmi um verðtryggingu

Til einföldunar má setja upp einfalt dæmi:
Þú tekur verðtryggt lán fyrir bíl sem kostar 1.000.000 (eina milljón) og ætlar að borga það til baka á 24 mánuðum. Á sama tíma er 3% verðbólga og verð á sams konar bíl og þú keyptir ætti því hækka um þessi 3%. Þá mun verðtryggða lánið einnig hækka um 3%.
Þannig getur sá sem lánaði þér peninginn verið viss um að eftir að þú hefur greitt upp lánið geti hann aftur fengið sambærilega vöru fyrir.

Athugið! Ofan á öll lán eru svo lagðir vextir, en vextir eru það gjald sem greitt er fái fólk lánaða peninga. Því má sjá að dæmið að ofan gefur ekki raunhæfa mynd af eiginlegu láni.

Heimildir:

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar