Sjúkratryggingar á Norðurlöndum

Íslenskir námsmenn sem flytja lögheimili sitt til Norðurlanda komast inn í sjúkratryggingakerfið þar eftir að hafa fengið kennitölu. Virka þá sjúkratryggingarnar á mjög svipaðan hátt og hér heima: Heilbrigðisþjónusta er að mestu leyti greidd niður.

Sjúkratryggingar í ESB

Íslenskir námsmenn sem flytja ekki lögheimili sitt til aðilaríkja ESB og EES fá evrópskt sjúkratryggingakort frá Sjúkratryggingum Íslands. Þannig geta þeir sótt læknisþjónustu hjá opinberu heilbrigðiskerfi viðkomandi lands án mikils kostnaðar.

Sjúkratryggingar í Bandaríkjunum

Íslenskir námsmenn í Bandaríkjunum þurfa alltaf að kaupa sér sjúkratryggingar í landinu. Oft veita skólarnir sjálfir nemendum sínum tryggingar á góðum kjörum. Sjúkratryggingar í Bandaríkjunum geta verið mjög kostnaðarsamar – og jafnvel mismunandi eftir námsgreinum sem fólk stundar nám við, t.d. ef það er í læknisfræði.

  • Fulbright-stofnunin veitir íslenskum námsmönnum á leið til Bandaríkjanna góðar upplýsingar um þetta og margt annað.

Frekari upplýsingar um sjúkratryggingar námsmanna erlendis má finna á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar