Hvað gerir Frjálshyggjufélagið?

Markmið félagsins eru að standa að fræðslu um frjálshyggju á Íslandi.

Fyrir hvað stendur Frjálshyggjufélagið?

Frjálshyggjufélagið stendur fyrir fræðslu um frjálshyggju, meðal annars með greinum, útgáfu, fyrirlestrum, málfundum svo eitthvað sé nefnt. Félagið býður upp á vettvang til skoðanaskipta um frjálshyggju og samfélagsmál almennt.

Markmið hópsins er að breiða út þekkingu á frjálshyggju með fræðslu og kynningu á hugmyndafræðinni. Frjálshyggja er ekki hagfræði, en með rökréttri hagfræði er hægt að renna stoðum undir réttlætisbaráttu frjálshyggjumanna.

Þekking á réttmæti og nytsemi frelsis og eignaréttar er almennt af skornum skammti enda býður ríkisvaldið eingöngu upp á mjög takmarkaða kennslu um þetta efni í skólum sínum. Félagið vonast til að geta veitt opinberri nálgun á sögu, hagfræði og stjórnmálaheimspeki viðnám með starfi sínu. Þannig er von til að hrinda megi klyfjum hins opinbera og afskiptum þess af öllu og öllum.

Þátttaka í Frjálshyggjufélaginu

Félagið býður öllum sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi félagsins. Á málfundum hefur félagið til að mynda boðið málefnalegum andstæðingum sínum að koma og rökræða.

Frjálshyggjumenn eru fjölbreyttur hópur. Sumir nota niðurstöður hagfræðinnar til að rökstyðja baráttu sína fyrir minnkandi ríkisvaldi. Aðrir berjast fyrir minnkandi ríkisvaldi og jafnvel afnámi þess af hreinum réttlætisástæðum, en styðjast við niðurstöður hagfræðinnar eftir aðstæðum.

Frjálshyggjumenn lesa margs konar bækur, frá David Friedman til Milton Friedman, Frank Knight til Friedrich Hayek, Murray N. Rothbard til Ayn Rand. Frjálshyggjumenn eru ekki sammála um allt innbyrðis, en fagna öllum rökræðum á málefnalegum grunni, og vilja að sem flestir taki þátt í þeim, hvort sem þær fara fram á viðburðum félagsins eða utan þeirra.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar