Hvað er ný-frjálshyggja?

Mörgum Íslendingum þykir erfitt að notast við hugtakið „ný-frjálshyggja“ (e. neo-liberalism) og telja jafnvel að það sé merkingarlaust. Til þess að skilja hugtök og hugmyndafræði er samt gagnlegt að gera á þeim greinarmun, án þess að í því felist dómur á það sem við skilgreinum.

Þannig hafa fræðimenn yfirleitt skilgreint ný-frjálshyggju sem þá hugmyndafræði stjórnmála, réttlætis og hagfræði sem hópur manna kenndur við Mont Pelíer-félagið boðaði upp úr miðri 20. öld.

Í þeim hópi voru meðal annars Milton Friedman, Friedrich von Hayek, Robert Nozick o.fl. Þeir vildu bjarga frjálshyggjunni frá boðberum félagslegrar frjálshyggju, sem þeir töldu hafa leitt hana villu vegar. Helstu boðberar hennar í stjórnmálum hafa verið talin Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, og Ronald Reagan, fyrrum forseti Bandaríkjanna.

Hvað einkennir ný-frjálshyggju?

Boðberar nýfrjálshyggjunnar hafa yfirleitt hafnað hugmyndinni um að hinu opinbera beri að tryggja félagsleg réttindi og hafa lagt áherslu á afskiptaleysi ríkisins af öllum sviðum samfélagsins.

Þeir halda því fram að einstaklingar beri ábyrgð á sér sjálfir og að frjáls samkeppni þeirra um afkomu sé af hinu góða. Samkvæmt því er skattlagning og endurdreifing eigna valdníðsla af hálfu hins opinbera sem gengur gegn grundvallarhugmyndum þeirra um frelsi og eignarétt einstaklinga.

Því hefur verið gerð krafa um að gefa bæði mönnum og markaði aukið frelsi, draga úr regluvæðingu og eftirliti ríkisins og greiða fyrir viðskiptum og fjárfestingum; um leið og dregið sé úr stærð og aðgerðum hins opinbera.

Aukin áhersla ný-frjálshyggjunnar á afskiptaleysi og eignarétt sem og andstaða við ríkisvaldið er því það helsta sem greinir þeirra útfærslu frjálshyggjunnar frá útfærslu félagslegrar frjálshyggju.

*Myndin sem fylgir greininni er af Milton Friedman, sem var einn kunnasti talsmaður ný-frjálshyggjunnar.

Samkvæmt því er skattlagning og endurdreifing eigna valdníðsla af hálfu hins opinbera sem gengur gegn grundvallarhugmyndum þeirra um frelsi og eignarétt einstaklinga.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar