Hvað gerir KILROY?
Ferðaskrifstofa fyrir ungt fólk og námsmenn
KILROY er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í þjónustu og vörum sem sérsniðnar eru að ungu fólki og námsmönnum. KILROY stefnir á að aðstoða ungt fólk, námsmenn og alla aðra ævintýragjarna ferðalanga við að kanna lífið í gegnum ferðalög og nám. Hvort sem fólk langar að ferðast um heiminn eða að læra erlendis þá er markmið KILROY alltaf að láta drauma fólks rætast.
KILROY ferðir
Kannaðu heiminn með KILROY. KILROY býður upp á bakpokaferðalög og óhefðbundin ævintýri sem leiða þig um ótroðnar slóðir. Ferðirnar eru sérsniðnar að ungu fólki, námsmönnum og öðrum ævintýragjörnum ferðalöngum.
KILROY kort
Alþjóðlega stúdentakortið (ISIC) veitir þér allskonar afslætti hér heima og þegar þú ferðast út um allan heim. Hægt er að fá kort ef þú ert nemandi í fullu námi óháð aldri.
ISIC er eina alþjóðlega viðurkennda kortið sem staðfestir skólavist. Kortið hefur fengið viðurkenningu frá stofnunum eins og UNESCO og the European Council on Culture. Einnig eru kortin viðurkennd af menntastofnunum, háskólum, stúdentafélögum, ríkisstjórnum og menntamálaráðuneytum um allan heim.
KILROY nám
Frí ráðgjöf fyrir ungt fólk og námsmenn sem vilja fara í háskólanám erlendis. Associates, Bachelor, Master eða eina til tvær annir.
Svona getur KILROY hjálpað þér:
- Námsráðgjöf – KILROY hjálpar þér að velja land, borg, háskóla og nám.
- Umsóknir – KILROY hjálpar þér með umsóknarferlið.
- Gagnlegur undirbúningur – KILROY veit hvað þarf áður en lagt er á stað í nám erlendis.
- Fjármögnun – KILROY veit hvar þú finnur upplýsingar um fjármögnun á námi erlendis og allar helstu upplýsingar tengdar Lánasjóði Íslenskra Námsmanna (LÍN).
KILROY blogg
Fáðu frítt blogg og vertu í sambandi við vini og fjölskyldu þegar þú ert erlendis. Fáðu innblástur frá öðrum bloggurum.
Slagorð KILROY:
„BE EXPLORDINARY“.
„Be explordinary“ er kall KILROY til þín sem velur frekar að fara hinn ótroðna veg en hraðbrautina því þar lærir þú á heiminn og sjálfan þig. „Be explordinary“ er hugarfar. Það er lífstíll sem hjálpar þér við að takast á við allar þær áskoranir sem verða á vegi þínum – hvar sem þú ert í heiminum.
Hvernig er hægt að hafa samband við KILROY?
Lækjartorg 5
101 Reykjavík
Símanúmer: 517-7010
Heimasíða: www.kilroy.is
Á Fésbókinni: www.facebook.com/KILROYiceland
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?