Skáksamband Íslands
Faxafeni 12
108 Reykjavík
Heimasíður: www.skak.is // www.skaksamband.is.
Hvernig er hægt að hafa samband?
Með því að senda tölvupóst á netfangið skaksamband@skaksamband.is eða hringja í síma 568-9141 (10-13 virka daga).
Hvað er Skáksamband Íslands?
Skáksamband Íslands er heildarsamtök íslenskra skákfélaga. Félagið vinnur að útbreiðslu skáklistarinnar. Skáksamband Íslands stendur að margvíslegu mótahaldi og þar má nefna hin ýmsu Íslandsmót sem og Reykjavíkurskákmótið sem haldið er ár hvert.
Hvernig er hægt að taka þátt?
Aðildarfélög Skáksambands Íslands standa að margvíslegu mótahaldi. Allar upplýsingar um það má nálgast á www.skak.is. Skák er fyrir alla enda eru auðkennisorð skákhreyfingarinnar, Gens Una Sumus (Við erum ein fjölskylda). Allir geta lært og teflt skák. Á vetrarmánuðum (september-maí) er mjög mikið skáklíf um land allt en heldur dregur úr því yfir hásumarið. Þeir sem vilja tefla er bent á að fylgjast með www.skak.is og finna viðburði sem þeim hentar. Á skak.is má finna öflugt tenglasafn og upplýsingar um hvernig hægt sé að tefla á vefnum sem einnig er góð leið til að æfa skák.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?