Hvað er LUF ?
Landssamband ungmennafélaga, LUF, er heiti á regnhlífarsamtökum fyrir félagasamtök ungs fólks á Íslandi. Aðildarfélög eru frjáls félagasamtök sem starfa á landsvísu og vinna að hagsmunum og heill barna og ungmenna. Félögin eru fjölbreitt og hafa fjölbreitt hlutverk og markmið. Þetta eru námsmannahreyfingar, alþjóðleg ungmennaskiptasamtök, ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka, málfundafélög og fleira. Þá stendur félagið fyrir viðburðum, námskeiðum og öðrum uppákomum. Félagið veitir umsagnir um lög, stefnur og reglugerðir sem stjórnvöld vinna að.
Þátttaka ungmenna og ungs fólks er hornsteinn í öllu starfi sem sambandið tekur sér fyrir hendur. Þá einbeitir LUF sér að heildarhagsmunum sinna félaga og leggur áherslu á að vera samstarfsvettvangur aðildarfélaga sinna þar sem kraftar ungs fólks nýtast til hins ítrasta.
Markmið sambandsins eru:
- Að efla samstarf og miðlun upplýsinga meðal aðildarfélaga.
- Að veita aðildarfélögum upplýsingar um æskulýðsstarf og málefni er varða ungt fólk, bæði á innlendum og erlendum vettvangi.
- Að efla samskipti ungs fólks á Íslandi við ungt fólk um heim allan.
- Að koma fram fyrir hönd aðildarfélaga þegar um sameiginleg hagsmunamál þeirra er að ræða.
- Að vera málsvari aðildarfélaga gagnvart alþjóðlegum stofnunum og samtökum þegar þess er þörf.
- Að vera í fararbroddi æskulýðsumræðu á Íslandi.
- Að stuðla að og vera í fararbroddi í æskulýðsrannsóknum á Íslandi.
- Að vera málsvari ungs fólks gagnvart íslenskum stjórnvöldum.
Alþjóðastarf
Eitt að hlutverkum félagsins er að sinna Alþjóðastarfi fyrir hönd aðildarfélaga sinna og á LUF aðild að “European Youth Forum” (YFJ) eða Evrópska æskulýðsvettvangnum. YFJ er sjálfstætt starfandi eining sem samanstendur af æskulýðsfélögum í Evrópu og skipt upp í tvær fylkingar. Önnur fylkingin samanstendur af Landssamtökum æskulýðsfélaga, eða “National Youth Councils” (NYC) og hin samanstendur af Alþjóðlegum frjálsum félagasamtökum eða “International non-governmental Organizations” (INGO). Landssamband ungmennafélaga á aðild að fyrrnefndri fylkingunni, og er fullgildur meðlimur Evrópska æskulýðsvettvangsins.
LUF tekur einnig virkan þátt í samstarfi við systurfélög sín á noðurlöndunum ásamt samvinnuverkefnum norðurlanda- og eystrasaltsríkjanna (Nordic Baltic Cooperation – NBC)
Hvernig er hægt að taka þátt í LUF?
Félagið stendur reglulega fyrir námskeiðum og öðrum uppákomum sem oft eru opin öllu ungu fólki en ef þú vilt taka virkan þátt í starfi félagsins verður þú að vera meðlimur í einu að aðildarfélagi LUF en þá opnast freki möguleika t.d. til þáttöku í alþjóðastarfi ásamt því getur þú boðið fram krafta þína sem fulltrúi þíns félags.
Aðildarfélög LUF
Aðildarfélög LUF eru eftirfarandi
- AFS á Íslandi
- AIESEC
- AUS Alþjóðleg ungmennaskipti
- Barnahreyfing IOGT
- Breytendur
- CISV á Íslandi
- Félag ungra jafnréttissinna
- Hugrún – geðfræðslufélag
- JCI á Íslandi
- Núll prósent
- Samband íslenskra framhaldsskólanema
- Samband íslenskra námsmanna erlendis
- Samband ungra framsóknarmanna
- Samfés
- Samtök ungra bænda
- SEEDS (See Beyond Borders)
- Stúdentaráð Háskóla Íslands
- Ung Vinstri-Græn (UVG)
- Ungar athafnakonur
- Ungir Evrópusinnar
- Ungir jafnaðarmenn
- Ungir Píratar
- Ungir Umhverfissinar
- Ungmennadeild Norræna félagsins
- Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
- Ungmennaráð Unicef
- Uppreisn – Ungliðahreyfing Viðreisnar
Hvernig hef ég samband við Landssamband ungmennafélaga?
Hitt húsið – Rafstöðvarvegur 7, 110 Reykjavík
Vefur: http://luf.is/
S: 561-1100
Netfang. youth@youth.is
Facebook síða: https://www.facebook.com/landssamband.ungmennafelaga/
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?