Rauði krossinn á Íslandi

Landsskrifstofa
Efstaleiti 9
103 Reykjavík
Sími: 570-4000
Heimasíða: www.raudikrossinn.is – Þar má finna Upplýsingar um 50 deildir Rauða krossins
Á Fésbókinni: https://www.facebook.com/raudikrossinn/?fref=ts

Hvað gerir Rauði krossinn á Íslandi?

Rauði krossinn á Íslandi er sjálfboðaliðasamtök sem starfar í 50 deildum um land allt auk landsskrifstofu sem staðsett er á höfuðborgarsvæðinu.   Verkefni sjálfboðaliða Rauða krossins eru fjölbreytt og ættu allir að geta fundið sér verkefni við hæfi .  Dæmi um verkefni  eru: heimsóknavinir, fataverkefni m.a. afgreiðsla í fatabúðum Rauða krossins, hjálparsíminn 1717, neyðarvarnir og neyðaraðstoð, fjölmenningarverkefni s.s. Félagsvinir erlendra kvenna, karla og barna, geðheilbrigðismál – störf í athvörfum, næturathvarf fyrir heimilislausar konur (Konukot) og heimanámsaðstoð fyrir börn.  Upplýsingar um verkefni Rauða krossins má að finna á vef Rauða krossins.

Fyrir hvað stendur Rauði Krossinn?

Rauði krossinn á Íslandi stendur vörð um mannréttindi og virðingu einstaklinga og vinnur að verkefnum sem snúa að félagslegu öryggi og neyðarvörnum vegna áfalla og hamfara.  Meginhlutverk Rauða krossins á Íslandi er að bregðast við hvers konar neyð hvort heldur er af náttúru- eða mannavöldum, standa vörð um og aðstoða þá sem verst eru staddir í samfélaginu og veita aðstoð er gerir fólk hæfara til að takast á við erfiðleika og bregðast við áföllum. Rauði krossinn á Íslandi vinnur að því að kynna og breiða út þekkingu á og virðingu fyrir Rauða krossinum, mannúðarlögum og þjóðréttarreglum um verndun fórnarlamba í vopnuðum átökum.  Frekari upplýsingar má nálgast á vef Rauða krossins.

Rauði krossinn á Íslandi er hluti af hreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem er útbreiddasta og fjölmennasta mannúðarhreyfing heims með starfsemi í flestum ríkjum. Tilgangur hreyfingarinnar er að vernda líf og heilsu berskjaldaðra hópa og tryggja virðingu fyrir mannlegu lífi. Hreyfingin byggist á sjálfboðnu starfi.

Hugsjónagrundvöllur Rauða krossins er fólginn í markmiðunum sjö um mannúð, óhlutdrægni, hlutleysi, sjálfstæði, sjálfboðna þjónustu, einingu og alheimshreyfingu. Sérhverjum starfsmanni og sjálfboðaliða Rauða krossins um heim allan ber að starfa samkvæmt grundvallarmarkmiðunum.

Hvernig er hægt að taka þátt?

Allir geta skráð sig sem félaga í Rauða krossinum. Félagar eru skráðir í eina deild Rauða krossins að eigin vali. Félagar geta kosið á fundum sinnar deildar, boðið sig fram til ábyrgðastarfa á vegum hennar og tekið þátt í stefnumótun Rauða krossins. Allir félagar geta setið aðalfund félagsins án þess að vera fulltrúar deildar og eru þá einungis áheyrnarfulltrúar. Með því að gerast félagi í Rauða krossinum greiðir þú ákveðið árgjald og leggur þannig þitt af mörkum til að styrkja verkefni Rauða krossins. Hægt er að gerst félagi í Rauða krossinum á vef Rauða krossins

Gerast sjálfboðaliði

Allir sem virða stefnu, tilgang og grundvallarhugsjónir Rauða krossins geta orðið sjálfboðaliðar Rauða krossins. Þegar sjálfboðaliði hefur verkefni hjá Rauða krossinum skrifar hann undir sjálfboðaliðasamning hjá viðkomandi deild.  Sum verkefni krefjast ákveðinnar þjálfunar áður en sjálfboðaliðinn hefur störf.  Í einstaka verkefnum er krafist lágmarks aldurs sjálfboðaliða. Dæmi um slíkt verkefni er hjálparsími Rauða krossins 1717 þar sem miðað er við að sjálfboðaliðar séu ekki yngri en 25 ára. Sjálfboðaliðar sem gert hafa sjálfboðaliðasamning eru slysatryggðir í starfi sínu fyrir Rauða krossinn sem og í ferðum til og frá sjálfboðnu starf.

Áhugasamir geta farið inn á heimasíðu Rauða krossins og skráð sig sem sjálfboðaliða. Umsóknin er móttekin af þeirri deild sem starfar á því svæði þar sem viðkomandi býr. Deildin hefur síðan samband við hinn áhugasama sjálfboðaliða og boðar hann í viðtal. Einnig er hægt að hringja beint í viðkomandi deild og bjóða fram krafta sína. Símanúmer deilda má finna á vef Rauða krossins

Hjá Rauða krossinum er hægt að að…

  • taka þátt í áhugaverðum verkefnum,
  • kynnast áhugaverðu fólki,
  • taka þátt í gefandi félagsskap,
  • leggja sitt af mörkum til samfélagsins.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar