Það eru til ótal starfsstéttir í heiminum og það getur verið erfitt að velja hvað maður vill verða. Sumir fást aðeins við eitt starfssvið út ævina, á meðan aðrir flakka á milli starfsstétta og takast á við mörg mismunandi verkefni. Í greinaröðinni Hvernig verð ég […]? ætlum við að fara yfir leiðina að mismunandi störfum. Hér beinum við sjónum okkar að hársnyrtinum.

Hvað gerir hársnyrtir?

Flest okkar hafa einhverntíman látið klippa á okkur hárið, hvort sem við höfum gert það á hárgreiðslustofu eða hjá einhverjum vini eða fjölskyldumeðlimi (nú eða bara sjálf). Ef við förum á hárgreiðslustofu þá eru það hársnyrtar sem sjá um að klippa okkur, lita eða hvað svo sem við kunnum að biðja um. Það er þó aðeins meira falið í því að vera hársnyrtir en einungis að klippa hár og meðal annars eru þetta verkefni hársnyrta:

 • Taka á móti viðskiptavinum, kynna sér óskir þeirra og ráðleggja hvaða meðhöndlun hentar hverju sinni.
 • Gefa ráð varðandi hárþvott og almenna umhirðu hársins.
 • Velja klippingu í samráði við viðskiptavin, með hliðsjón af andlitsfalli, höfuðlagi og tísku.
 • Klippa, snyrta og þurrka hár viðskiptavinarins
 • Hárþvottur og höfuðnudd
 • Lita hár, t.d. með strípum, partalitun, rótarlitun eða heillitun.
 • Leggja, blása og greiða hár eftir óskum viðskiptavinarins.
 • Selja hársnyrtivörur og leiðbeina kúnnanum við notkun þeirra.
 • Fylgjast með tískustraumum og nýjungum í faginu.
 • Þjónusta viðskiptavini.

Hvernig veit ég hvort hársnyrtiiðn sé eitthvað fyrir mig?

Hefur þú gaman af að fikta í hári? Hefurðu áhuga á tísku í litum og stíl? Langar þig að vinna í skapandi og fjölbreyttu starfi? Áttu auðvelt með að vinna með fólki? Ef þetta á við um þig og ef þú ert fær í að vinna í höndunum og ert nákvæm(ur) gæti hársnyrtiiðnin hentað þér mjög vel.

Hvar lærir maður að verða hársnyrtir?

Hársnyrtiiðn er löggilt iðngrein* og er kennd við fjóra skóla á landinu. Markmið námsins er að veita almenna og faglega undirstöðumenntun í greininni sem og að auka færni nemenda meðhöndlun hársnyrtavara og beitingu áhalda. Námið er að meðaltali fjögur ár; samtals fimm annir í skóla og 72 vikna samningsbundið vinnustaðanám. Námið er 168 einingar og því lýkur með sveinsprófi sem veitir starfsréttindi í greininni sem og inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs. Hársnyrtiiðn er kennd í þessum skólum:

Hvar mun ég svo starfa sem hársnyrtir?

Sem hársnyrtir getur þú starfað á hárgreiðslustofum, rakarastofum eða heildsölum sem selja vörur sem tengjast starfinu. Einnig eru hársnyrtar oft með eigin stofu eða sjálfstætt starfandi.

_
*Löggilt Iðngrein: Þýðir að eingöngu þeir sem hafa lokið sveinsprófi í hársyrtiiðn meiga starfa við greinina.

Heimildir:

 • Var efnið hjálplegt?
 •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar