Það eru til ótal starfsstéttir í heiminum og það getur verið erfitt að velja hvað maður vill verða.  Sumir fást aðeins við eitt starfssvið út ævina, á meðan aðrir flakka á milli starfsstétta og takast á við mörg mismunandi verkefni.  Í greinaröðinni Hvernig verð ég […]? ætlum við að fara yfir leiðina að mismunandi störfum.  Hér beinum við sjónum okkar að flugmannsstarfinu.

Hvað gerir flugmaður?

Flugmenn stýra flugvélum af öllum stærðum og gerðum.  Hægt er að læra flug til þess að fljúga litlum flugvélum í því skyni að skemmta sér og svo er hægt að læra flug í atvinnuskyni, bæði innanlands og milli landa.

Hvernig veit ég hvort flugið sé eitthvað fyrir mig?

Flestir sem þetta lesa hafa vafalaust ferðast til útlanda með flugvél, margir talsvert oft. Það á þó kannski lítið skylt við að stýra sjálfur flugvélinni. Til þess að fá betri tilfinningu fyrir fluginu getur verið tilvalið að fljúga með minni flugvél, þar sem þú færð að fylgjast með flugmanninum og stjórntækjunum. Eftirfarandi flugfélög bjóða upp á kynningartíma og útsýnisflug:

  • Flugskóli Íslands býður upp á kynnisflug 2 eða 4 sæta.  Flug með 2 sæta kostar 9.500 kr. og 4 sæta 12.000 kr.
  • Flugfélagið Geirfugl býður upp á kynnisflug fyrir 9.500 kr.
  • Flugskóli Akureyrar býður upp á kynnisflug á nokkrar tegundir flugvéla.  Flugin kosta 7.500-25.000 kr. eftir gerð flugvélar.

Einnig er hægt að fara í kynnisflug í svifflugu. Svifflugvélar eru flugvélar með engan mótor.  Þær eru litlar, yfirleitt aðeins með 1 eða 2 sætum en vænghafið er mikið, enda þurfa þær að geta svifið á uppstreyminu einu saman. Það skemmtilegasta við svifflugið er hvað það er náttúrulegt og kyrrðin er mikil, enda enginn mótor.  Hægt er að hefja svifflugnám og fá réttindi til að fljúga einn og með farþega hjá eftirtöldum aðilum.

Hvar lærir maður að verða flugmaður?

Einkaflug (PPL)

Einkaflugmannsskírteini veitir réttindi til þess að fljúga með vini og vandamenn hvert á land sem er í sjónflugsskilyrðum án endurgjalds.  Nemendur verða að vera orðnir 16 ára gamlir.
Námið samanstendur af bóklegum hluta (150-220 kennslustundir, metið til 16 eininga í framhaldsskólum) og verklegum hluta (lágmark 45 fartímum í flugvél og verklegt færnipróf.  Metið til 18 eininga).

Flugskólar sem bjóða upp á einkaflugmannsnám:

Atvinnuflug (ATPL)

Atvinnuflugnám gefur réttindi til að stjórna farþegaflugvélum hvar sem er í heiminum. Námið tekur um 24-30 mánuði og er námshæft hjá LÍN. Námstími bóklegs náms er tvær annir. Inntökukröfur eru stærðfræði- og enskunám á framhaldsskólastigi eða að standast inntökupróf sé námskröfum ekki mætt, 1. flokks heilbrigðisvottorð, hrein sakarskrá ásamt einkaflugmannsskírteini. Til að fá atvinnuflugmannsskírteini þarft þúað vera orðinn 18 ára.

Flugskólar sem bjóða upp á atvinnuflugmannsnám:

Hvar mun ég svo starfa sem atvinnuflugmaður?

Atvinnuflugmenn fljúga þotum um loftin blá, svo sem farþegaþotur, fraktvélum sem flytja varning og einkaþotum.  Fyrst um sinn er vænlegast til árangurs að sækja um störf hjá erlendum flugfélögum, því markaðurinn á Íslandi er lítill og flugfélögin hér geta því valið úr flugmönnum með mikla reynslu.  Ennfremur eru flugmannsstörf oft árstíðabundin, því fleiri ferðast á sumrin en á veturnar. Reglulega er auglýst eftir flugmönnum hjá þeim fugfyrirtækjum sem starfa á Íslandi en fugmanspróf frá íslenskum skólum er í öllum löndum Evrópu og á flestum stöðum  heimsins, þó með undantekningum þar sem sérstök réttindi þarf til þess að starfa sem atvinnuflugmaður meðal annars í Bandaríkjunum og Ástralíu.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar