Launalaus prufutími

Ekkert er til sem heitir “launalaus prufutími”, “launalaus prufa” eða “prufudagar”. Annaðhvort ertu ráðin(n) í vinnu eða ekki.

0
1365

Launalaus prufutími

Ekkert er til sem heitir launalaus “prufutími” eða “prufudagar”. Annaðhvort ertu ráðin(n) í vinnu eða ekki. Mögulegt er þó að gerðir séu tímabundnir ráðningasamningar sem gefa þá vinnuveitendum svigrúm til að meta framistöðu starfsmanns áður en lokaákvörðun er tekin um lengri ráðningu. Þú átt þá að fá greitt fyrir þá vinnu skv. kjarasamningi eða öðrum hærri taxta sem samið er um.

Hvað get ég gert ef ég vann “prufutíma” án þess að fá greitt?

Hafir þú unnið undir þeim formerkjum að um prufutíma sé að ræða og ekki fengið greitt er vinnuveitandi að brjóta á þér.

Héraðsdómur hefur dæmt fyrirtæki til að greiða fyrir vinnu sem einstaklingur vann undir þeim formerkjum að um launalausan prufutíma væri að ræða.  Því er best fyrir þig að leggja fram kröfu á laun fyrir unnin tíma. Ef vinnuveitandi sættist ekki á það er best fyrir þig að leita til séttarfélags um næstu skref.

Heimild:

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar