Reynsla úr atvinnulífinu er nauðsynleg til að byggja upp ferilskrá og færir mann nær framtíðarmarkmiðunum. Viti maður ekki nákvæmlega hvert maður stefnir. Ný vinna gefur nýja reynslu sem getur víkkað sjóndeildarhringinn.

Ef maður hangir of lengi heima er hætt við að maður dragist ofan í þunglyndi og fyllist kvíða. Því lengur sem maður stendur utan við þjóðfélagið og tekur lítinn þátt, því erfiðara verður að koma sér inn í það á ný. Langvarandi aðgerðarleysi getur gert mann óhamingjusaman og óánægðan með sjálfan sig.

Skipulag getur verið hollt fyrir andlega geðheilsu. Þegar við ráðum okkur í vinnu verðum við að sýna aga og skipulag.  Þegar maður er virkur á vinnumarkaði byggir maður upp sjálfstraust og öðlast skarpari sjálfsmynd og framtíðarsýn. Tengslanetið sem maður myndar á vinnustaðnum getur verið dýrmætt. Ekki bara félagslega heldur líka upp á atvinnutækifæri í komandi framtíð.

Reynslan verður dýrmæt þegar sótt verður um draumastarfið í framtíðinni. Þeir sem hafa lengri tímabil án atvinnuþátttöku eða náms á ferilskránni eiga minni möguleika en þeir sem hafa verið virkir í vinnu og námi. Góð meðmæli frá fyrrverandi vinnuveitendum ráða líka oft úrslitum um það hvaða umsækjandi er ráðinn til starfa.

Í lokin bendum við á að Hitt Húsið býður ungu fólki upp á atvinnuráðgjöf hér er hlekkur: https://hitthusid.is/atvinnumal/

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar