Hvað er höfuðstóll?

Höfuðstóll er hugtak sem notað er í lánaviðskiptum. Höfuðstóllinn er sú upphæð sem á eftir að borga af láninu. Þegar lán er tekið er lánsupphæðin sjálf höfuðstóll lánsins. Með tímanum er svo greitt af þessari upphæð og þannig lækkar höfuðstóllinn eða eftirstöðvar lánsins. Vextir eru ákveðið hlutfall, eða prósenta, af höfuðstólnum. Því meira sem borgað er niður af höfuðstólnum, því lægri verður vaxtaupphæðin.

Vextir eru ástæðan fyrir því að aðgreina þarf höfuðstólinn

Þegar greitt er af lánum er nefnilega bæði í senn verið að borga vexti (þ.e. leiguna af peningunum) og af höfuðstólnum (þ.e. peningana sjálfa, sem maður fékk lánaða). Segjum sem svo að einstaklingur taki 10 milljóna króna lán og hafi borgað að því 5 milljónir. Það þýðir ekki að 5 milljónir séu eftir af höfuðstólnum því ákveðin prósenta af þessum 5 milljónum sem greiddar hafa verið fóru nefnilega í greiðslur á vöxtum. Því stendur höfuðstólinn í 7,5 milljónum. Afgangurinn af afborgununum fór í vexti og verðbætur til bankans.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar