Hvað er virðisaukaskattur?

Virðisaukaskattur (einnig þekktur sem vaskur) er almennur neysluskattur, en það þýðir að hann leggst á öll viðskipti með peningum innanlands. Einnig er hann lagður á selda þjónustu og innfluttar vörur. Skattþrepin eru tvö: 11% og 24%.

11% skattur er greiddur af…

  • öllum matvælum;
  • bókum og tímaritum;
  • hljómdiskum;
  • sölu á heitu vatni, rafmagni og olíu;
  • sölu á veitinga- og hótelþjónustu.

Ekki er greiddur virðisaukaskattur af…

  • félags- og heilbrigðisþjónustu;
  • kennslu og rekstri skóla;
  • íþróttastarfsemi;
  • fólksflutningum, t.d. í rútum og leigubílum;
  • póstþjónustu;
  • leigu á fasteignum og bifreiðastæðum;
  • tryggingastarfsemi og þjónustu fjármálafyrirtækja;
  • happdrætti og getraunastarfsemi;
  • ýmis konar lista- og menningarstarfsemi;
  • útfara- og prestþjónustu.

 

24% vaskur leggst á öll önnur almenn viðskipti.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar