Hvað er yfirdráttur?
Yfirdráttarheimild er lán sem er veitt inn á bankareikning til skemmri eða lengri tíma. Þannig er heimild á bankareikningi hækkuð svo að eigandi reikningsins fær leyfi til að eyða út af honum umfram innistæðu, þ.e. leyfi til að setja reikninginn í mínus. Mánaðalegir vextir eru svo greiddir af lánunum.
Hvað kostar að taka yfirdrátt?
Mánaðarlega eru greiddir vextir af þeirri upphæð sem lánað er fyrir. Vextirnir eru misjafnlega háir, en algengt er 10% til 12% vextir á ári. Yfirdráttarlán sem veitt eru námsmönnum, þ.e. framfærslulán, eru yfirleitt á ögn hagstæðari kjörum en önnur yfirdráttarlán.
Yfirdráttarlán eru einhver dýrustu lán sem bjóðast fólki.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?