Hvítar bólur á typpi eða pung
Fólk á það til að fá bólur á húð, oftast nær í andliti. Bólur eru stíflaðir fitukirtlar og geta komið fram hvar sem er á húðina, þar með talið á kynfærum hjá báðum kynjum. Algengt er að strákar fái litlar hvítar bólur, á pung eða typpi. Mörgum finnst það afar hvimleitt, en þetta er mjög eðlilegt og þarf ekki að vera tákn um kynsjúkdóm.
Fái maður bólur á kynfærin er best að;
- Láta þær algjörlega vera og ekki kreista þær.
- Ef maður kreistir bólurnar vellur úr þeim vökvi, sem eykur hættu á frekari sýkingu.
- Gæta fyllsta hreinlætis; þrífa svæðið daglega með vatni og þurrka sér vel á eftir.
- Gott er að fylgjast með ástandinu, yfirleitt fara bólurnar af sjálfu sér.
- Ef þær valda vandræðum, fara ekki eða þeim fylgir kláði eða óþægindi, er mikilvægt að leita til læknis.
- Hægt er að fara til húðlæknis á stofu, panta tíma hjá göngudeild húð- og kynsjúkdóma (Húð og kyn) eða leita til heimilislæknis eða á heilsugæslustöð.
Helstu einkenni kynsjúkdóma
Þú getur séð yfirlit yfir helstu einklenni klynsjúkdóma í eftir farandi greinum
Ef þú ert í vafa skal panta tíma hjá húð og kynfæradeild landspítalans eða hjá heimilislækni. Sú þjónusta kostar ekkert.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?