Hvernig veit fólk hvort það er tilbúið til að verða foreldar?

Það fylgir því mikil ábyrgð að eignast barn og það er ekki eins og foreldrar séu sendir í einhver hæfnispróf áður en þeir taka að sér þetta ábyrgðarhlutverk. Fólki líður því oft eins og það sé ekki tilbúið til að höndla ábyrgðina sem fylgir því að eignast barn – nú eða ofmetur þroska sinn.

Gott er að útbúa lista með kostum og göllum

Áður en tekin er ákvörðun um að reyna að eignast barn þarf að hugsa málið til enda og átta sig á því hvað það þýðir í raun og veru að vera foreldri. Maður þarf að vera viss um að maður sé tilbúinn til að færa ákveðnar fórnir fyrir hlutverkið. Mikilvægt er að huga að öllu áður en ákvörðun er tekin. Mögulega getur fólk nýtt sér Vita Áttavitans hér að ofan til að safna saman kostum og göllum á öllum sviðum lífsins.

Hvaða áhrif hefur barn á…

  • atvinnuna?
  • námið?
  • húsnæðið?
  • einkalífið?
  • ástarlífið?
  • heilsuna?
  • tómstundirnar?
  • fjármálin?
  • ferðaplönin?
  • samböndin við vini og ættingja?
  • samböndin við tengdafjölskylduna?
  • sambandið við makann?

Hvaða spurningar þarf fólk að spyrja sig?

Hér að neðan má finna spurningar sem gott er að velta fyrir sér áður en til barneigna kemur.

  • Ertu fær um að uppfylla þarfir barnsins?
  • Þarftu að gera ráð fyrir því að foreldrar þínir hjálpi þér? EF JÁ, munu foreldrar þínir hjálpa þér?
  • Hefur þú efni á því að framfleyta þér og barninu?
  • Getur þú alið upp barn en samt uppfyllt þínar þarfir?
  • Getur þú líka einbeitt þér að því að ljúka náminu þínu?
  • Getur þú líka einbeitt þér að starfsframa þínum?
  • Hefur þú tíma fyrir barn, vini og vinnu eða nám allt í einu?
  • Hugleiddu hverju þú þarft að fórna fyrir barnið . . .
  • Ertu tilbúin/nn að sleppa því að gera það sem þú villt, þegar þú vilt það?
  • Ertu tilbúin/nn til að vera heima á laugardagskvöldi þegar vinirnir eru úti að skemmta sér?
  • Muntu sakna frístunda þinna og einkalífs?
  • Getur þú alið upp barn þar sem þú býrð núna?
  • Hvernig líður þér í kringum börn?
  • Hvernig muntu bregðast við þegar barnið reitir þig til reiði?
  • Mun barnsfaðir eða -móðir reynast barninu vel?

Að sjálfsögðu er listinn ekki tæmandi og um að gera að velta öllu vel fyrir sér áður en ákvörðun er tekin.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar