Söguleg hefð kynbóta

Frá því að landbúnaður manna hófst hafa kynbætur verið stundaðar. Kynbætur eru ákveðin tegund erfðabreytinga en þær eru gerðar með því að láta lífverur með ákveðna kosti æxlast til auka þessa eiginleika og er því form af erðabreytingu. Með þessari aðferð hefur mannkynið getað sniðið margar lífverur að sínum þörfum. Þetta er því nokkurs konar afbökun á náttúruvali Darwins þar sem maðurinn tekur við hlutverki náttúrunnar. Til dæmis eru hundar afleiðing af kynbótum og fyrir áhugasama má sjá hér umfjöllun um tilraun sem renndi stoðum undir þá kenningu. Næstum allar landbúnaðarafurðir eru komnar af kynbættum lífverum og í sumum tilfellum er mismunandi afbrigðum af sömu tegund blandað saman til að búa til nýtt afbrigði. Ef tegundir eru of fjarskyldar verður afkvæmið ófrjótt. Dæmi um þetta eru múlasni, sem er afkvæmi ösnu(kvenkyns asni) og hests og múldýr sem er afkvæmi asna og hryssu. Þessi dýr eru þó aldrei mjög fjarskyld upprunalegu tegundinni.

Nútímaerfðabreytingar

Á seinni hluta 20. aldar komu fram aðferðir þar sem hægt var að afmarka ákveðna eiginleika lífvera í genamengi þeirra, til dæmis gen sem voru ábyrg fyrir silkiframleiðslu fiðrilda eða vítamínmagni í plöntum. Vísindamenn fundu svo hvernig hægt var að koma þessum genum fyrir í erfðamengi annarra lífvera sem jafnvel tilheyrðu öðru ríki. Með þessum aðferðum hefur verið hægt að búa sjálflýsandi svín og hör sem inniheldur lýsi. Í kynbótum blandast allt erðaefni skyldra lífvera en í erfðabreytingum eru stök gen úr óskyldum lífverum komið fyrir í erfðamengi annarrar tegundar.

Hvernig er þetta gert?

Frumuveggir eru þykkir í samanburði við gen og flókið getur verið að koma erfðaefni inn í frumuna. Algengustu aðferðirnar eru eftirfarandi:

  • Í genabyssu er erfðaefni komið fyrir á örsmáum gullögnum og þeim svo skotið í gegnum frumuvegginn.
  • Vírusar eru oft mjög lúnknir að koma sér í gegnum varnir frumu og því er erfðaefni stundum komið fyrir inni í vírusum.
  • Rafstraumar eru einnig notaðir til að brjóta niður frumuveggi og svo hægt sé að koma nýja erfðaefninu fyrir.

Þegar að nýja erfðaefnið er komið inn í frumuna er því blandað við erfðamengið sem þar er fyrir og er það yfirleitt gert með vírus.

Af hverju eru erfðabreytingar framkvæmdar?

Erfðabreytingar eru yfirleitt gerðar á uppskerum í landbúnaði. Til dæmis hafa breytingar átt að gera uppskerur ónæmar gegn sjúkdómum, sníklum eða öðrum lífverum sem minnka afköst ræktunarinnar. Í öðrum tilfellum hefur næringargildi uppskeru verið aukið en það er oftast gert í fátækari hlutum heimsins þar sem fæða er einhæf.

Eru erfðabreytingar hættulegar?

Þetta er einstaklega flókin spurning og líklegast þyrfti að taka þessa spurningu fyrir í sér grein. Oftast vaknar þessi spurning í tengslum við matvæli en margir vísindamenn segja að nægjanlegar rannsóknir hafi verið gerðar til að sanna skaðleysi erfðabreyttra matvæla en aðrir eru því ósammála. Skiljanlega eru sumir uggandi þegar verið er að breyta lífverum á þennan hátt en þar sem þetta er mikið tilfinningamál er nauðsynlegt að athuga heimildir áður en mat er lagt á sannleiksgildi upplýsinga.

Hlekkir:

Vísindavefurinn
Mætvælastofnun

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar