Ef Áttavitinn gæti bannað eitthvað orð væri það líklega orðið venjulegt, hvað þá þegar um kynlíf er að ræða.

Staðreyndin er sú að þegar pör eru að byrja saman er mjög algengt að þau eyði fyrstu vikunum í fátt annað en að stunda kynlíf. En svo kemur sú stund þegar kynlífinu er skipt út fyrir bíómynd. Því er náttúrulegt að hugsa; „Hvað er í gangi? Af hverju erum við ekki að stunda eins mikið kynlíf og áður? ER ÞETTA VENJULEGT?“

Áttavitinn kannaði málið og komst að þessu.

Hvernig breytist kynlíf í samböndum ?

Á þessum frábæru fyrstu mánuðum sambands er algengt fyrir pör að stunda MIKIÐ kynlíf í hvert sinn sem þau hittast. Eðlilegt er því á þeim tíma að velta fyrir sér spurningum eins og; „Er mannveran í raun kynlífsvél?“ – svarið er nei. Þetta er einföld líffræði. Þið eruð bæði að losa út gífurlegt magn af  tengslahormónum til að binda ykkur saman. Auk þess eru þið að læra um líkama hvors annars, sem er „massíft turn on.“  Raunveruleikin er sá að fjöldi skipta sem þið stundið kynlíf mun minnka. Þið getið ekki linnulaust haldið áfram að skiptast á slefi og annarskonar líkamsvessum hvort annars að eilífu. 

 Þetta er einföld líffræði. Þið eruð bæði að losa út gífurlegt magn af  tengslahormónum til að binda ykkur saman. Auk þess eru þið að læra um líkama hvors annars, sem er „massíft turn on.“

Því gerist það að “Ég-vil-þig-núna-strax-og-oft” girndin byrjar að dvína. Þá er algengt að þú farir að örvænta um hvort sambandið sé einnig á enda. – Það er ekki rétt!

Samkvæmt Dr. Cecilla d’Felice  sálfræðingi og sambandssérfræðingi er náttúrulegt að stunda minna kynlíf þegar líður á sambönd. Það þýðir samt ekki að þið elskið hvort annað ekki lengur. Ástæðan er sú að ykkur líður vel og eruð örugg í samvist hvort annars, þið hafið náð tengingu hvort við annað og þurfið því minna kynlíf.

Hve oft er „venjulegt“ ?

Byrjum á að hunsa alla tölfræði sem þú hefur heyrt um hve oft allir aðrir stunda kynlíf. Það er fásinna að vera að velta sér upp úr því. Sennilegt er að það sé svipað oft og þú stundar það. Þess í stað eru hér spurningar sem þú ættir að spyrja þig að: 

  • Hvað er hæfilegt magn af kynlífi fyrir mig?
  • Er ég sátt/ur við gæði kynlífsins sem ég stunda?

Ef svarið er já (Skiptir ekki máli hvort þú stundir bara kynlíf einu sinni á ári eða fimm sinnum á dag), hvert er þá vandamálið? Ef þú ert óánægð/ur um magn og gæði kynlífsins ættir þú að ræða um þínar þarfir og væntingar við makann þinn.

En ég er bara svo ung/ur og viss um að það er of snemmt að hætta að stunda hömlulaust kynlíf?

Hvort sem þú ert táningur(13 -19ára) eða á þrítugsaldri (20 – 29ára) þá gildir það sama í öllum langtíma samböndum; þörfin og áhuginn á að stunda “oft-og-alltaf” kynlíf mun dvína.

EN! það gildir þá bara ef þú ert á því stigi að þið eruð að skuldbindast hvort öðru til langs tíma. Ef þú ert á táningsárunum og finnst eins og þú ættir ekki að vera draga úr kynlífi þá hefur Dr. d’Felice þetta að segja; „Það reynist erfitt fyrir ung pör að takast á við minna af hömlulausu kynlífi, því þú ert ekki á því stigi þar sem þú ert tilbúinn að taka næsta skref til skuldbindingar. Síðar í lífinu munu pör ná því stigi að giftast og eignast börn. Þegar sá tími kemur getur sambandið reynst dauft.“ Reyndu því að einblína á jákvæðu hliðar þess að vera í langtímasambandi, ást og kynlífi. Þið munið þekkja líkama hvort annars mjög vel og getið auðveldlega kveikt í hvort öðru. Þar að auki eruð þið nægilega örugg í návist hvort annars að þið getið gert tilraunir með nýja hluti. Vertu því ekki að örvænta.

En það er makinn minn sem vill aldrei stunda kynlíf

Annar aðilinn mun alltaf vilja stunda meira kynlíf en hinn, ásamt því að margir aðrir þættir geta valdið því að makinn þinn er ekki til í kynlíf, t.d. prófastress, depurð vegna atvinnuleysis, þunglyndi,  fjölskyldukrísa o.fl. – Því er mikilvægt að sætta sig við að kynhvöt makans sé ekki eins og þú vilt að hún sé.
Dæmið getur snúist við og því er mikilvægt að hafa í huga orð Dr. d’Fedice „Öll sambönd snúast um málamiðlanir og kynlíf er ekki undanskilið. Ef þið hafið mismunandi kynhvöt þurfið þið að ræða um það“

Hvernig á að tala um kynlíf ?

Mikilvægast er að ásaka ekki. Frekar tala um hvernig þér líður. Það opnar á meira samtal. Þú gætir t.d. prufað að segja hluti eins og „Við virðumst ekki vera að stunda jafn mikið kynlíf og áður og ég er því með áhyggjur af því að þú sért ekki eins hrifin/n af mér og áður?“ Einnig skaltu forðast að taka þetta upp eins og um  mikið vandamál sé að ræða, eins og að byrja samræður á „Núna þurfum að tala saman.“ Það getur valdið því að makanum þínum finnist honum vera ógnað og fer því sjálfkrafa í vörn. Frekar skaltu ræða þessi mál þegar þið eruð að hanga saman og hafið nægan tíma til að ræða um hlutina. Við förum nánar yfir þetta í greininni okkar hvernig tala ég við maka minn um kynlíf?

Ég elska makann minn en girnist hann ekki enn þá

„Allir í langtímasamböndum missa einhvern tímann áhuga á makanum sínum“ segir Dr. d’Felice. „Þetta á sér oft stað á tímum sem við missum áhugann á sjálfum okkur.“ (t.d. þegar lífið nær lágpunkti er líklegt að kynhvöt og girnd fyrir makanum nái einnig lágpunkti)

„Allir í langtímasamböndum missa einhvern tímann áhuga á makanum sínum“

Svo! Áður en þú lýsir því yfir að þú hafir misst áhugann á makanum þínum skaltu kanna hversu ánægð/ur þú ert með sjálfan þig, því þessar tilfinningar má oft laga. Jafnvel þó þú sért á þeim tímapunkti þar sem þú ert að ímynda þér einhvern annan en þú ert að stunda kynlíf með.

Galdurinn er sá að brjóta upp þína hefbundnu rútínu og sjá makann þinn í nýju ljósi.  Dr. d’Felice stingur t.d. upp á því að þið ættuð að fara saman á fyllerí eða hitta vini saman. Það að horfa á makann þinn skemmta sér og sjá aðra skemmta sér með makanum veldur því að þú sjáir hann „glóa“ og hvatinn kemur aftur.

Athugaðu þó, að ef áhugaleysið varir og þið eyðið kvöldi eftir kvöld eingöngu fyrir framan sjónvarpið án þess að kynhvötin kvikni er þér skylt að segja skilið við makan þinn. Það er ekki sanngjarnt að halda makanum þínum frá kynlífi eingöngu vegna öryggisins. Eins ógnandi og það hljómar þá skaltu muna að þú ert ung/ur og það er nægur tími og valmöguleikar þarna úti – Það er engin þörf á því að hanga í ástar-, kynhvatarlausu eða almennt lélegu sambandi.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar