Hvað er snípur?

Snípur er hluti af píkunni og gerður úr svampkenndum vef. Líkt og typpi er snípurinn fullur af taugaendum og er því næmur fyrir snertingu. Snípurinn er lykillíffæri við fullnægingu kvenna. Margar konur geta einungis fengið fullnægingu við örvun snípsins, en ekki við samfarir einar saman.

Hvar er snípurinn ?

Snípurinn er lítil hnetulaga kúla, staðsett efst á píkunni, rétt fyrir ofan þvagrásarop konunar og er varinn með börmum sem dragast saman við örvun. Stærð og lögun getur þó verið mismunandi.

Hvernig virkar snípurinn?

Þú (eða maki þinn) finnur litla harða kúlu við snertingu. Það er höfuð snípsins. Hann tengist svo við taugakerfi sem hefur mikil áhrif á örvun kvenkynfæranna. Þegar snípurinn er ertur kynferðislega fyllist hann af blóði og verður mun næmari fyrir allri snertingu. – líkt og karlmanns reður.

Hvað á svo að gera þegar ég loks finn snípinn?

Eins og fram hefur komið er snípurinn mjög viðkvæmur og örvast við það að vera snertur, nuddaður, sleiktur, soginn eða við þrýsting frá víbrador eða typpi í kynlífi.

Ef þú ert stelpa og ert að bryja er yfirleitt best að prufa sig áfram. Notaðu einn eða tvo putta og strjúktu laust yfir snípinn í uphafi og prufaðu svo að fara í litla hringi. Prufaðu svo fastar eða lausar. Einnig hefur reynst mörgum stelpum gott að skella sér í bað og láta vatnsbununa um að nudda snípinn.

Sumar konur eru það næmar að of mikil örvun getur einfaldlega verið sáraukafull. Því er mikilvægt að þekkja inn á það sem henni finnst í raun gott. Eftir allt eru það mismunandi hlutir sem „kveikja í okkur“ kynferðislega. Ef þú ert óviss um hvað henni finnst gott skaltu bara spyrja. Það er sniðugt (í raun nauðsynlegt) að ræða þetta nána umfjöllunarefni. Hún mun sennilega bara virða þig enn frekar ef þú veist ögn meira um hvernig hún vil vera meðhöndluð. Með samtali, virðingu og reynslu munið þið fljótt komast upp á lagið.

Heimildir

   

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar