Þegar þú byrjar að nota túrtappa er best að nota minnstu gerð (þeir eru til í mismunandi stærðum). Í fyrsta skiptið getur verið gott að prufa þegar blæðingar eru alveg byrjaðar, þá er auðveldara að koma honum upp.
- Þvoðu þér um hendur og taktu plastið utan af tappanum.
- Komdu þér svo fyrir í þægilegri stöðu, sumar konur hafa annan fótinn upp á einhverju, t.d. baðkarsbrún en öðrum finnst betra að beygja sig alveg niður.
- Taktu svo um miðjan tappan og passaðu að sá endi sem spottinn er í snúi niður.
- Þú notar svo hina höndnina til að opna skapabarma svo þú getir þrýst tappanum inn í leggöngin. Hann ætti að fara alveg allur inn.
Athugaðu að á myndinni er notaður sérstakur stautur til að setja tappann á sinn stað en hún sýnir vel staðsetningu túrtappans.
Ef það gengur illa að koma túrtappanum inn, þá gætir þú prufað að nota smá sleipiefni (t.d. K-Y gel) og einnig getur verið hjálplegt að nota spegil í fyrsta skiptið. Ef það er vont að setja tappann inn þá ættir þú að stoppa og prófa síðar. Aldrei þröngva honum inn. Skipta ætti um túrtappa á 4-6 klst. fresti.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?