Hvað gerir lifrin ?

Ekki ofmeta lifrina þína. Þetta er eitt stærsta líffæri okkar (á stærð við litla melónu) sér um að brjóta niður eiturefni eins og áfengi í líkamanum, ásamt því að vinna úr nauðsynlegum næringarefnum fyrir líkaman, og margt fleira. Lifrin er í raun það líffæri sem sér til þess að þú haldir heilsu og getir vaknað eftir nótt á djamminu. Hér eru nokkur ráð til að drekka í betri sátt við lifrina, ef þú ætlar að drekka á annað borð.

Undirbúningur

Það að drekka áfengi í litlu magni reglulega er mun skaðlausara en að drekka mikið magn sjaldan. Því skaltu forðast að „hrynja í það“ eftir fremsta megni. Einnig er mikilvægt að borða og drekka vel af vatni áður og meðan drukkið er áfengi. Það að drekka á fastandi maga fer illa með líkamann þinn. Athugaðu að alls ekki má neita áfengis samhliða ýmsum lyfjum. Sem dæmi má nefna bólgueyðandi lyf á borð við íbúfen, sýklalyf o.fl. Samverkun lyfja og áfengis getur haft mjög skemmandi áhrif á lifrina. Talaðu við lækni eða lyfjafræðing ef þú ert á lyfjum en ert ekki viss hvort þau hafi áhrif á áfengisneysluna.

Á djamminu

Drekktu hægt: Þá er auðveldara fyrir lifrina að vinna úr áfengi. Alkóhól veldur miklu vökvatapi (sem er ein af orsökum þynnku), og því skaltu reyna að fá þér vatn eða annan óáfengan vökva á milli drykkja. Svo þegar heim er komið skaltu drekka nóg af vatni áður en þú ferð að sofa, sérstaklega ef þú hefur drukkið lítið annað en áfengi um kvöldið.

Eftirköstin.

Ef þú ofgerðir þér, drakkst of mikið og/eða klikkaðir á vatninu, er besta ráðið að drekka mikið vatn eða ávaxtasafa. Slepptu því einnig að borða mat sem er þungur í magan á meðan þú ert að jafna þig.

Ef þú freistast til að drekka áfengi til að losna við eftirköstin skaltu muna að þú ert eingöngu að fresta hinu óumflýjanlega. Að fá sér afréttara er skammgóður vermir. Þú munt finna fyrir þynnku og oftast verður hún meiri og verri fyrir rest.
Passaðu þig að eiga reglulega nokkra samfellda daga þar sem þú snertir ekki áfengi. Það gefur lifrinni þinni hvíld og möguleikann á laga þann skaða sem þú gætir hafa valdið henni. Ofdrykkja getur valdið alvarlegum lifrarskemmdum, svo sem skorpulifur og í verstu tilfellum lifrarkrabbameini.

Hvað veldur þynnku?

Þynnka, eða timburmenn, orsakast af samanlögðum áhrifum fjögurra þátta:

  1. Vökvatap. Alkohól hvetur nýrun til að framleiða of mikið þvag. Það þýðir að þú pissar of mikið, og færð því vökvaskort. Lausn: drekktu vatn!
  2. Ofþreyta. Fæstir fá nægan svefn eftir djammnótt. Lausn: sofðu!
  3. Eitrun. Þegar áfengi brotnar niður í lifrinni myndast acetaldehýð og ediksýra. Þessi efni hafa eitrunaráhrif á líkamann í miklu magni. Acetaldehýðið lyktar svipað og naglalakkshreinsir og það finnst greinilega í þynnkuandfýlunni. Þar að auki eru stundum ýmis vægt eitruð aukefni í áfengum drykkjum, s.s. asetón. Lausn: vertu þolinmóð(ur), það er ekkert annað í stöðunni
  4. Blóðsykurfall. Eitt af hlutverkum lifrinnar er að halda blóðsykurmagninu stöðugu. Alkohól dregur úr getu lifrinnar til að sinna því hlutverki. Lausn: borðaðu kolvetni og fitu.

Hvað veldur því að maður fær höfuðverk í þynnku?

Vökvatap. Lifrin þín nýtir vatn til að vinna gegn eitrun áfengis (að vera ölvuð/aður er í raun eitrun) og þegar líkaminn hefur ekki nægilega mikið magn af vatni í forðabúum sínum sækir hann það til annar líffæra og þar sem heilinn er mjög vökvamikill dregur lifrin vatn úr honum sem veldur því að hann þornar og þú færð höfuðverk.  

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar