Hvað er tölvu- og internetfíkn?

Tölvu-, og internetnotkun getur verið jákvæð og góð. En þegar notkunin er farin að hafa áhrif á daglegt líf, vinnu og sambönd og þér er farið að líða betur í samskiptum við fólk á netinu en eiginlega vini í “kjötheimum”, Þá er er líklegt að þú sér of mikið á netinu. Þetta á líka við ef þú  getur ekki hætt að spila tölvuleiki, fjárhættuspil eða ert alltaf að kíkja á símann, spjaldtölvuna og önnur smátæki þrátt fyrir að það hafi neikvæð áhrif á það sem þú ert að gera.

Fróðlegt er að skoða grein Áttavitans um fíkn áður en þú veltir fyrir þér einkennum og afleiðingum tölvu- og internetfíknar.

Hver eru einkenni tölvufíknar?

Sett hafa verið fram 7 atriði sem gefa til kynna hvort þú eigir við tölvu- og internetfíkn að etja. Ef þú svarar “já” við 5 af 7 atriðum hér að neðan er líklegt að þú sért með tölvufíkn:

  1. Hugsar þú mikið um internetið eða tölvuna, svo sem hvað þú varst að gera síðast í tölvunni eða hvað þú ætlar að gera næst?
  2. Finnur þú fyrir þörf á að nota tölvuna í vaxandi mæli og þarft að eyða lengri tíma í tölvunni til að ná fram ánægju?
  3. Hefur þú gert misheppnaðar tilraunir til að stjórna tölvunotkun þinni, minnka hana eða hætta netnotkun?
  4. Finnur þú fyrir eirðarleysi, skapsveiflum, þunglyndi eða pirringi þegar þú reynir að minnka eða hætta tölvunotkun?
  5. Eyðir þú meiri tíma í tölvunni en þú áætlar?
  6. Hefur þú misst eða stefnt samböndum, vinnu, vinum eða námi í hættu vegna tölunotkunar?
  7. Hefur þú logið til um tölvunotkun þína við fjölskyldu, ráðgjafa/meðferðaraðila eða notað tölvu eða internetið sem leið til að flýja frá vandamálum eða létta á vanlíðan (t.d. vegna vanmáttar, sektarkennd, kvíða eða þunglyndi)?

Önnur einkenni tölvufíknar eru

  • Þér mistekst að stjórna hegðun
  • Þú finnur fyrir vellíðan meðan þú ert í tölvunni eða á internetinu.
  • Þú vanrækir á vina- og fjölskyldubönd.
  • Þú vanrækir svefn til að vera í tölvunni.
  • Þú ert óheiðarlegur við aðra
  • Þú finnur fyrir sketarkennd, skömm, kvíða eða þunglyndis vegna tölvunotkunar.
  • Þú verður var við líkamsbreytingar svo sem þyngdaraukning eða tap, bakverki, höfuðverk  og þreytu/bólgu í úlnlið.
  • Þú tekur minni þátt í öðrum ánægjulegum athöfnum.

Hver er áhættuhópurinn og hvað veldur tölvufíkn?

Áður fyrr var talið að helsti áhættuhópur tölvufíknar væru lokaðir/innhverfir ungir karlmenn. Það á ekki við í dag þar sem nýjar rannsóknir hafa sýnt fram á að tölvufíkn getur haft áhrif á allt fólk óháð aldri, kyni og þjóðfélagsstöðu. (Beard, K.W., Wolf, E.M. (2001)
Fólk er líklegast til að þróa með sér óheilbrigða tölvuvenjur þegar það notar samfélagsmiðla á borð við tölvupóst, facebook, twitter, spjallborð og fjölspilara tölvuleiki (MMORPGs).  Ástæðan fyrir því að þessar þjónustur eru einkar ávanabindandi, er að þær gera notanda kleift að eiga í samskiptum við hundruð ef ekki þúsundir annarra notenda.

Samskipti yfir internetið geta hjálpað einstaklingum að uppfylla þörf fyrir raunveruleg félagsleg samskipti. Þar af leiðandi ýtir þessi ómætta þörf undir löngun einstaklinga til frekari tölvunotkunar.

Klám er einnig talið hafa töluverð áhrif á tölvufíkn. Þess skal þó getið að flestar rannsóknir á  tölvunotkun eru unnar með sjálfsskýrslum frá tölvunotendum.  Það veldur því að rannsóknir á interntenotkun leiða til vanmats á klámáhorfi. Þar sem mælingar frá einstaklingum stemma ekki við veltu og eiginlegar mælingar vefumferð á klámsíðum.

Er mikil tölvunotkun í raun fíkn?

Hvað sem almenningi og sérfræðingum finnst þá er fjöldi einstaklinga sem eiga erfitt með að halda stjórn á tölvunotkun sinni og þurfa hjálp við að vinna sig úr því. Sérstaklega ef notkunin kostar peninga.

Hvar er hægt að leita hjálpar við tölvufíkn?

Hér á landi eru það sálfræðingar og félagsfræðingar sem hafa veitt meðferð við tölvufíkn.  Í slíkri meðferð er oft tekið á öðum undirliggjandi vandamálum eins og stressi, kvíða, þunglyndi eða almennri vanlíðan.

Einnig eru margir sem hafa stuðst við sjálfshjálp til að losna undan fíkninni.

Heimildir

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar