Myndband: 8 góð húsráð.

0
619

 

1. Ýta á Stopp, Stopp, Play til að fara yfir auglýsingar og treilera á DVD myndum.

Ertu leiður á auglýsingum og stiklum á DVD myndum? Ekkert mál, ýttu bara á stopp, stopp, og play og þú ferð ferð yfir þetta óþolandi efni.

2. Gúmmíteygja til að leysa skrúfu með ónýtan haus.

Ertu í vandræðum með að leysa skrúfu þar sem hausinn er orðinn ónýtur? Notaðu gúmmíteygju til að auðvelda fyrir þér. Legðu hana yfir skrúfuna, stingdu skrúfjárninu í og byrjaðu að leysa skrúfuna.

3. Setja lauk í frystinn í 15 mínútur, svo að þú þurfir ekki að gráta.

Kannastu við það að tárast þegar þú skerð lauk? Koma má í veg fyrir táraflóðið með því að setja laukinn í frysti í 15 mínútur áður en maður sker hann.

4. Ekki hamra á puttann!

Til að passa puttana þegar litlum nagla er neglt í vegg má setja hann í gegnum pappírssnepil sem maður heldur svo í, í stað þess að halda um naglann sjálfan með fingrunum. Pappírinn er svo rifinn burt þegar naglinn er kominn á sinn stað.

5. Settu skóna í frysti til að losna við táfýlu.

Áttu skó sem lykta eins og rotinn fiskur? Hér er lausn við því. Settu skóna í poka og stingdu þeim í frystinn yfir nótt. Það drepur bakteríurnar sem valda óþefnum.

6. Notaðu kveikjara til að fá pennann til að virka á ný.

Virkar penninn ekki? Notaðu kveikjara til að hita oddinn á pennanum, það fær blekið til að renna af stað aftur.

7. Hvernig kemur maður í veg fyrir að púðursykurinn harðni?

Hver hefur ekki lent í því að ætla að setja ljúffengan púðursykur út á súrmjólkina sína að morgni, en þá er hann harður sem gler? Settu brauðsneið í ílátið með sykrinum. Brauðið heldur jöfnum raka í krukkunni og sykrinum ferskum og góðum.

8. Er erfitt að vakna?

Hafðu vekjaraklukkuna ekki við rúmið heldur í nokkurri fjarlægð frá rúminu. Hafðu vatnsglas við hliðina og þegar klukkan hringir skaltu standa upp, slökkva á vekjaranum og þamba vatnið. Þá ertu orðinn nokkuð góður til að takast á við daginn.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar