Hvað er almenn námsbraut?
Almenn námsbraut er hugsuð til að undirbúa nemendur sem koma úr grunnskóla fyrir nám á framhaldsskólastigi. Almennar námsbrautir geta hentað fólki sem ekki hefur nægilega góðan grunn úr grunnskóla, til að mynda þeim sem lokið hafa grunnskólaprófi með falleinkunn, eða þeim sem vilja afla sér betri þekkingar á afmörkuðu sviði.
Af hverju að fara á almenna námsbraut?
Almenn námsbraut getur hjálpað fólki að tileinka sér sjálfstæðari og betri vinnubrögð auk þess að bæta við þekkingu til að byggja á. Fyrir fólk sem á erfitt með að læra getur almenn braut gagnast vel. Ef einstaklingur uppfyllir ekki inntökuskilyrði í framhaldsskóla, en vill halda áfram námi, er almenn námsbraut hugsuð til að ná því takmarki.
Hvað er nám á almennri námsbraut langt?
Námið getur tekið allt frá einu ári og upp í tvö, en það veltur á eðli námsins og nemandanum sjálfum.
Hvaða skólar bjóða upp á almenna námsbraut?
Hér til hægri má finna yfirlit Áttavitans yfir alla þá skóla á landinu sem bjóða upp á almenna námsbraut. Hér fyrir neðan má finna tengla sem vísa beint á heimasíður skólanna.
Í Reykjavík eru það…
- Borgarholtsskóli,
- Fjölbrautaskólinn í Breiðholti,
- Fjölbrautaskólinn í Garðabæ,
- Fjölbrautaskólinn við Ármúla,
- Flensborgarskóli í Hafnarfirði,
- Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ,
- Iðnskólinn í Hafnarfirði,
- Kvennaskólinn í Reykjavík,
- Menntaskólinn í Kópavogi.
Á Vesturlandi eru það…
Á Norðurlandi eru það…
- Framhaldsskólinn á Húsavík,
- Framhaldsskólinn á Laugum,
- Menntaskólinn á Akureyri,
- Verkmenntaskólinn á Akureyri.
Á Austurlandi eru það…
- Menntaskólinn á Egilsstöðum,
- Verkmenntaskóli Austurlands,
- Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu.
Á Suðurlandi eru það…
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?