Munurinn á bekkjar- og áfangakerfi

Munurinn felst í því hvernig nemendur haga námsferli sínum og tengslum við samnemendur. Í áfangakerfi hafa nemendur vald til að stjórna ferðinni meira sjálfir á meðan bekkkjarkerfið veitir meira aðhald. Í bekkjarkerfi verða oft til sterkari tengsl við samnemendur sem eru saman í bekk, á meðan áfangakerfið býður upp á að kynnast enn fleirum, en kannski ekki eins náið. Afar misjafnt er hvað hentar fólki í þessum efnum.

Mismunandi kennsluaðferðir skólanna

Framhaldsskólar beita mismunandi aðferðum við kennslu. Sum staðar byggist námið aðallega á verkefnavinnu sem unnin er í kennslustundum, en annars staðar er megináherslan lögð á  fyrirlestra, próf og heimavinnu nemenda. Við val á framhaldsskóla er mikilvægt að skoða kennsluaðferðir vel og velta fyrir sér hvað hentar manni best í þeim efnum, sem og að gera upp við sig hvort manni hentar betur, bekkjarkerfi eða áfangakerfi.

Hvað er bekkjarkerfi?

Bekkjarkerfi er það kallað þegar nemendur eru saman í bekk í gegnum allt námið í framhaldsskóla, ekki ósvipað og í grunnskóla. Sami nemendahópurinn er þá samferða í flestöllum áföngum í gegnum námið.

Helstu kostir bekkjarkerfisins eru . . .

 • meira aðhald í náminu frá samnemendum og umsjónarkennara,
 • sterkari félagsleg tengsl við samnemendur,
 • auðveldara að kynnast fólki og komast inn í félagslíf skólans.

Helstu gallar bekkjarkerfisins eru . . . 

 • minni sveigjanleiki varðandi það hvernig námi er háttað, þ.e. erfiðara að taka hraðferð eða hægferð;
 • sumum þykir ekki gott að vera með alltaf með sama fólkinu í bekk.

Hvað er áfangakerfi?

Áfangakerfið er algengasta kennslufyrirkomulagið í framhaldskólum landsins og er nokkurskonar andstæða við bekkjarkerfið. Nemendur velja sér sína leið í gegnum námið og í hvaða röð þeir taka áfanga svo lengi sem þeir hafa lokið undirstöðuáföngum.

Helstu kostir áfangakerfisins eru . . .

 • nemendur geta tekið námið á sínum hraða,
 • þeir hafa meira val um hvaða áfanga þeir taka,
 • nemendur kynnast mörgum samnemendum í mismunandi áföngum.

Helstu gallar áfangakerfisins eru . . .

 • minna aðhald frá samnemendum og kennurum í náminu og mikil þörf á sjálfsaga,
 • minni persónuleg tengsl milli nemenda

 

 • Var efnið hjálplegt?
 •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar