Hvað er starfs-, iðn- og tækninám?
Eins og nafnið gefur til kynna er starfs-, iðn- og tækninám samheiti yfir greinar sem eiga það sameiginlegt að vera að stórum hluta verklegar. Námið veitir oft ákveðin starfsréttindi og próf. Til dæmis koma smiðir, kokkar, bifvélavirkjar, rakarar, hársnyrtar og rafvirkjar allir úr iðnnámi. Annað starfs- og tækninám er ætlað að undirbúa nemendur fyrir ákveðin störf eða framhaldsnám.
Af hverju að velja sér starfs-, iðn- eða tækninám?
Margir möguleikar geta opnast eftir að nemendur hafa lokið starfs-, iðn- og tækninámi. Flestar greinar innan námsins veita nemendum réttindi til að starfa við ákveðinn iðnað. Góð laun geta verið í boði fyrir duglegt fólk. Í sumum tilfellum getur iðn- og tækninám verið góður grunnur fyrir nám á háskólastigi, s.s. í verk- og tæknifræði eða tölvufræði.
Hvað er námið langt?
Lengd námsins er mismunandi eftir umfangi þess, allt frá einni önn upp í 4 ár. Að jafnaði tekur sveinspróf 3 ár auk starfsnáms inni á vinnustað. Oft er hægt að bæta við sig einu ári af bóklegu námi og útskrifast með stúdentspróf.
Hver eru inntökuskilyrðin?
Til að komast í starfs-, iðn og tækninám þarf nemandi að hafa lokið grunnskólaprófi með lágmarkseinkunn. Ef nemandi hefur útskrifast með fall þarf hann að ljúka námi á almennri braut fyrst.
Hafi nemandi töluverða reynslu af iðnaðarstörfum getur hann farið í svokallað raunfærnimat og fengið vinnu sína metna að hluta til upp í námið.
Hvar er námið kennt?
Allir fjölbrauta- og verkmenntaskólar landsins bjóða upp á einhverskonar starfs-, iðn eða tækninám. Hér til hægri má finna yfirlit Áttavitans yfir skólana og hér fyrir neðan má finna tengla á heimasíður skóla.
Á höfuðborgarsvæðinu eru það:
- Tækniskólinn,
- Borgarholtsskóli,
- Iðnskólinn í Hafnarfirði,
- Fjölbrautaskólinn í Breiðholti,
- Fjölbrautaskólinn í Garðabæ,
- Fjölbrautaskólinn við Ármúla,
- Menntaskólinn í Kópavogi.
Á landsbyggðinni eru það:
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?