Öll þekkjum við til einstaklinga sem eiga allt. Svo kemur að afmæli, jólum eða öðrum tilefnum tækifærisgjafa og þá stendur maður sem stórt spurningarmerki yfir því hvað skal gefa viðkomandi.
Hvað þarf fólk að eiga mikið til þess að það sé óþarfi að gefa þeim eitthvað efnislegt? Að sama skapi má spyrja sig; Ef mig langar að gefa einhverjum gjöf, veit ég endilega hvað einstaklingnum vantar eða langar í?
Stundum kýs fólk að gefa ekki efnislega hluti að gjöf og ástæðurnar fyrir því geta verið margvíslegar. Hér höfum við tekið saman lista yfir það sem hægt er að gera í stað þess að gefa óþarfa.
Gefðu:
- Miða í bíó eða leikhús,
- Það er gleðilegt að fá bíómiða eða miða í leikhús hafi maður áhuga á slíku.
- Matarboð,
- Það er hægt að elda eitthvað sérstaklega gott fyrir fólk og bjóða þeim í ljúfa rétti.
- Óvissu- ferð eða dag,
- Búðu til eftirminnilega dagskrá fyrir einstaklinginn sem þér þykir vænt um. Gerið eitthvað saman sem þú veist að hún/hann myndi vilja. Skipulegðu dagskrá fyrir manneskjuna og leyfðu henni að njóta.
- Fínt út að borða,
- Oft er gaman að láta dekra við sig með mat án þess að þurfa að hafa fyrir því sjálfur. Hvað finnst einstaklingnum gott að borða?
- Dekur,
- Dekur getur verið af mörgum gerðum. Það er hægt að fara í heilsulindir víðs vegar um landið, panta tíma í nudd eða skrúbb, taka teppi og kakó með í víðlendið og hvíla lúin bein þar og margt fleira. Það þarf ekki einu sinni að vera dýrt að dekra.
- Framandi hluti í matarbúrið,
- Matur er eitthvað sem á við alla. Er einstaklingurinn mikið fyrir te eða kaffi? Finnst henni/honum gaman að elda? Hugsanlega væri hægt að gefa framandi kryddtegund? Eða tilbúna þurrblöndu í baksturinn?
Langar þig ekki í óþarfa í jólagjöf?
Stundum borgar sig að hugsa það vel fyrir jólin hvað maður myndi vilja fá að gjöf. Þegar spurningarnar um óskalistann herja á mann er gott að hafa svörin á höndum sér. Hér eru nokkur ráð:
- Ef þig langar ekki í neitt en vilt styrkja gott málefni þá er gott að geta sagt fólki hvar það er gert. Alls kyns hjálparsamtök eru starfræk á Íslandi og þar má meðal annars nefna UNICEF, Hjálparstarf kirkjunnar, Amnesty, ABC barnahjálp og Rauða krossinn.
- Ertu að safna þér fyrir einhverju? Er eitthvað sem þig langar mjög mikið að eignast? Komdu skilaboðunum á framfæri við ættingja, vini og maka ef þú átt slíkan. Þá aukast líkurnar á því að þú fáir pening fyrir einhverju sem þú vilt í alvöru eignast.
- Þú gætir beðið sérstaklega um að fá upplifanir í stað hluta í jólagjöf. Á listanum hér fyrir ofan voru ýmis dæmi um skemmtilegar upplifanir sem hægt er að gefa og fá í jólagjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?