Að eiga í heilbrigðu sambandi við mat er ekki bara eitthvað sem gamalt fólk og sófakartöflur þurfa að pæla í, mataræði hefur mikil áhrif á alla óháð aldri og hreyfigetu. Að fylgja hollu mataræði í einu og öllu ætti samt ekki að heltaka líf þitt. Heilbrigt samband við mat leiðir til betri líðan, bæði líkamlega og andlega en að vera of harður við sig í mataræðinu gerir það tæplega. Það er ekkert að því að njóta lífsins og leyfa sér af og til og það er eins í mataræðinu eins og mörgu öðru að það er gott að forðast öfgar.

Hvernig mataræði hentar mér?

Það getur verið erfitt að átta sig á því hvernig mat við eigum að borða svo okkur líði sem best og stuðlum að góðri heilsu. Þegar kemur að mataræði hefur ófáum töfralausnum verið hampað sem ákjósanlegasta mataræði mannkyns. Sannleikurinn er þó sá að það er mismunandi hvað virkar fyrir hvern og einn, fyrst og fremst ættir þú að hlusta á eigin líkama þegar þú prófar þig áfram.

Ef þú hefur 20 mínútur aflögu og langar að horfa á góðan fyrirlestur um mataræði og sérstöðu einstaklinga þá mælum við með þessu myndbandi.

Hvernig get ég nálgast mat á heilbrigðari máta?

  • Vertu meðvitaður/meðvituð. Ert þú raunverulega svangur/svöng eða ert þú að borða því þér leiðist eða líður illa? Hvernig mat er líkami þinn að kalla á og hvenær verður þú saddur/södd?
  • Ef þú ert saddur/södd, forðastu þá eftir mesta megni að borða meira. Ef það er þér ofviða þá gætir þú verið að glíma við matarfíkn.
  • Stefndu á að borða í hófi. Það er ekkert að því að fá sér snakk og súkkulaði af og til en ekki borða það í staðinn fyrir máltíð.
  • Forðastu að útskúfa alveg ákveðnar tegundir matar til lengri tíma. Enn og aftur þá er gott að gæta hófs.
  • Ekki refsa sjálfum þér ef þú gerir mistök. Það bjargar engum að vera uppfullur af sektarkennd yfir því sem hann borðaði í gær. Við gerum betur næst.
  • Njóttu þess að borða. Matur þarf ekki að vera bara eldsneyti. Prófaðu þig áfram með ólíkar máltíðir og uppskriftir.

Ef þú telur þig eiga í erfiðleikum í sambandi þínu við mat gæti verið gott byrjunarskref að leita til heimilislæknis, sálfræðings eða MFM miðstöðvarinnar.

Heimildir og nánari upplýsingar

Greinin unnin að hluta til úr How to have a healthy relationship with food“ .

Hér að neðan má finna hlekki sem vísa á frekari upplýsingar:

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar