#sjúkást er forvarnarverkefni gegn ofbeldi. Verkefnið er átak Stígamóta sem hefur það markmið að vekja athygli ungmenna á einkennum heilbrigðra, óheilbrigðra og ofbeldisfullra sambanda. Allir í sambandi mega við því að endurskoða það og átta sig á því hvernig hægt er að stuðla að heilbrigðum samböndum allt í kringum sig. Mikilvægt er að kunna að setja sín mörk í samböndum, hvort sem um er að ræða langtímasamband, bólfélaga, vini eða jafnvel fjölskyldumeðlimi.
Hver eru helstu einkenni ofbeldis í sambandi?
Óheilbrigt samband einkennist m.a. af því að annar eða báðir aðilar reyna í sífellu að ráða yfir hinum. Óhófleg afbrýðisemi, lítillækkandi ummæli, að hækka róminn og hrinda eru allt samskiptaleiðir sem geta verið notaðar í þessum tilgangi. Ef að þú átt erfitt með heilbrigð samskipti er mikilvægt að fræða sig vel um einkenni ofbeldis og leita aðstoðar við að brjóta slíkt hegðunarmynstur.
Að fá hjálp
Á Stígamótum er boðið upp á hjálp, bæði fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi og aðstandendur þeirra. 18 ára og eldri geta sótt þjónustu beint til Stígamóta, bæði með því að hringja og senda tölvupóst. Ef þú ert 17 ára eða yngri þarf að fara í gegnum barnavernd. Í skilningi laganna eru allir börn að 18 ára aldri og það er hlutverk barnaverndar að hlúa sérstaklega að þessum aldurshópi. Lista yfir upplýsingar um barnaverndarnefndir sveitarfélaganna má finna á vef Barnavendarstofu.
Öll þjónusta hjá stígamótum er ókeypis
Ekki hika við að hafa samband við Stígamót ef þú finnur þörf á því.
Sími: 562-6868
Netfang: stigamot@stigamot.is
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?