Lekandi
Lekandi er kynsjúkdómur sem getur valdið ófrjósemi. Bakterían tekur sér bólfestu í kynfærum, þvagrás, endaþarmi eða hálsi.
Rofnar samfarir
Sæðisdropar geta komið á undan fullnægingu og þótt engin fullnæging eigi sér stað hjá karlmanninum.
Túrtappar
Í þá gömlu góðu daga höfðu konur á klæðum eða létu tíðarblóðið einfaldlega gossa á moldargólfið. Nú höfum við betri leiðir til að halda blóðflóðinu í skefjum, til að mynda túrtappa, sem þó hafa raunar verið notaðir í þúsundir ára.
Lifrarbólga
Lifrarbólga er bólga í lifrinni sem orsakast af veiru sem smitast með líkamsvessum. Hluti smitaðra fær viðvarandi lifrarbólgu, einkum ef smitið verður á barnsaldri.
























