Mörgum þykir það stórt skref að skrá sig í sambúð

Ef fólk er hinsvegar að flytja inn saman er það á sama tíma að fara í sambúð. Að vera í sambúð er alls ekki eins og að gifta sig eða trúlofa. Þetta er einfaldlega búsetustaða fólks sem tekið er tillit til þegar reiknaðar eru út bætur frá ríki eða sveitarfélagi. Að vera í sambúð þýðir að eiga sama lögheimili og maki.

Fólki er skylt að flytja lögheimili sitt innan 7 daga frá flutningum.

Af hverju að skrá sig í sambúð?

Fólk í óvígðri sambúð getur skráð sambúð sína í þjóðskrá. Pör eru þá samsköttuð þegar þau þiggja einhverjar greiðslur frá ríki eða sveitafélagi, hvort sem það eru húsnæðisbætur, barnabætur, niðurgreiðsla á leikskóla, og fleira í þeim dúr. Ef fólk þiggur bætur á röngum forsendum eru þær í öllum tilfellum afturkræfar. Það getur skipt máli fyrir réttindi fólks hvort sambúðin er skráð eða ekki. Þegar sambúð er skráð öðlast fólk á ýmsan hátt skýrari stöðu gagnvart lögum en þeir sem ekki hafa skráð sambúð sína.

Hvernig skráir fólk sig í sambúð?

Að skrá sig í sambúð er gert í tveimur þrepum. Fyrst þarf að flytja lögheimili sitt, en hægt er að tilkynna flutning á heimasíðu Þjóðskrár. Síðan þarf að fylla út annað eyðublað sem nefnist  „Beiðni um skráningu sambúðar hjá Þjóðskrá“. Þessum eyðublöðum þarf svo að koma til skila, annaðhvort með netskilum eða til skrifstofu Þjóðskrár.

  • Frekari upplýsingar um flutning á lögheimili má finna hér á Áttavitanum.
  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar