Hvað þarf til að spila?

Til þess að spila kubb þarf að eiga spilið „kubb“ sem ætti að fást í verslunum (t.d. í Rúmfatalagernum).

Sagan

Ýmsar sögur segja að kubb sé gamalt víkingaspil sem hafi haldist við á Gotlandi, en við nánari eftirgrennslan er að öllum líkindum lítið til í því. Spilanefnd Gotlands, sem á að hafa verið sett á laggirnar 1912, minnist til dæmis hvergi á kubb. Kubb, í þeirri mynd sem við þekkjum nú kom fram á sjónarsviðið á 10. áratugnum í Svíþjóð sem barna- og fjölskylduspil.

Hvernig á ég að spila?

Völlurinn er 5 metrar á breidd og 8 metrar á lengd og eru 4 stikur notaðar til þess að afmarka völlinn. Tvær stikur eru síðan settar sitthvoru megin við miðju vallarins og kóngurinn á milli þeirra. Kubbarnir fara loks á sitthvorn enda vallarins, 5 á hvorn enda.

Markmið leiksins er að kasta prikunum 6 í kubba mótherjanna. Skipt er í tvö lið. Liðin standa við sitthvorn enda vallarins, hjá sínum kubbum, og kasta prikunum lóðréttum með undirhandar sveiflu í kubbana á hinum endanum.

Ef leikmaður hittir kubb, kastar það lið sem átti fallna kubbinn honum yfir á vallarhelming þess liðs sem felldi hann. Þessir kubbar kallast „vallarkubbar“. Þá þarf liðið sem átti vallarkubbinn að fella hann. Ef það tekst ekki má hitt liðið færa sig að vallarkubbnum og kasta þaðan.

Það lið sem fellir alla 5 kubbana og kónginn vinnur leikinn. Ef annaðhvort liðið fellir kónginn áður en 5 kubbar andstæðingsins hafa verið felldir tapar það lið sjálfkrafa sem felldi kónginn.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar