Anarkismi er pólitísk hugmyndafræði sem byggir á þeirri grunnhugsun að enginn einn einstaklingur eigi rétt á því að hafa vald yfir öðrum.

Út frá þeirri hugsun gera anarkistar kröfu um samfélag sem er laust við yfirvald, valdbeitingu og ofbeldi. Þeir vilja því afnema allt opinbert vald; ríki og sveitarfélög, lög og reglur í samfélaginu.

Anarkismi hefur oft verið nefndur „stjórnleysisstefna“ á íslensku þar sem stefnan andmælir allri stjórn eins eða fleiri yfir öðrum. Sumir anarkistar mótmæla þó þeirri skilgreiningu þar sem þeir telja samfélagslega stjórn geta myndast án yfirvalds eða valdbeitingar.

Í stuttu máli má segja að anarkismi einkennist af algerri andstöðu við ríkið og tilvist þess.

Afbrigði anarkisma

Margar mjög ólíkar útfærslur og forsendur hafa orðið til út frá grunnkröfum anarkisma.

„Sósíal-arkistar“ vilja t.d. afnema eignarétt og markaðssamfélagið en skapa samfélag samvinnu án yfirvalds, með sameiginlega framleiðslu og jöfnuð að leiðarljósi.

„Anarkó-kapítalistar“ eða „frjálshyggju-anarkistar“ vilja hins vegar festa eignarétt einstaklinga í sessi og gefa frjálsum samningum manna á milli og markaðslögmálum lausan tauminn í samfélaginu, þar sem valdbeiting er ekki réttlætanleg nema þegar einstaklingar verja sjálfa sig eða eignir sínar.

Anarkistar geta barist fyrir málstað sínum með ýmsum hætti en barátta þeirra gegn yfirvöldum, lögum og reglu hefur oft falið í sér borgaralega óhlýðni (að óhlýðnast lögum án þess að beita ofbeldi) eða róttækari aðgerðir sem miða að því að fella ríkisvaldið.

Í stuttu máli má segja að anarkismi einkennist af algerri andstöðu við ríkið og tilvist þess.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar