Áður fyrr bjuggu þó hvorki Íslendingar né aðrar þjóðir við lýðræði, heldur réðu konungar, trúarleiðtogar og hershöfðingjar öllum málefnum samfélagsins.

Lýðræði er orð yfir stjórnmál þar sem öll völd hins opinbera eiga uppruna sinn hjá fólkinu.

Lýðræði felst jafnframt í því að hver og einn einstaklingur hafi jafnan rétt á því að hafa áhrif á stjórn samfélagsins.

Það standa allir jafnir Gagnvart lögum og stjórnvöldum í lýðræðisríki!

Hvaðan kemur lýðræðið?

Áður fyrr bjuggu þó hvorki Íslendingar né aðrar þjóðir við lýðræði, heldur réðu þar konungar, trúarleiðtogar og hershöfðingjar öllum málefnum samfélagsins.

Sömuleiðis hafa réttindi fólksins til áhrifa lengi og víða verið misjöfn og hafa t.d. konur og minnihlutahópar margoft verið útilokuð frá stjórn samfélagsins í gegnum tíðina og víða um heim enn þann dag í dag.

Einhvers konar lýðræði var til staðar í samfélögum til forna; hjá Forn-Grikkjum og jafnvel á þjóðveldisöld Íslendinga. Lýðræði eins og við þekkjum það nú á hins vegar rætur sínar að rekja til franskra og bandarískra hugsuða og byltinga frá seinni hluta 18. aldar og hefur verið í mótun síðan.

Hvernig lýðræði?

Lýðræði þykir nú sjálfsagt á Íslandi en ekki séu allir sammála um hvernig eigi að útfæra það hverju sinni. Fulltrúalýðræði er sú útfærsla á lýðræði sem Íslendingar og aðrar þjóðir hafa notast við í seinni tíð, en sumir vilja notast við svokallað beint lýðræði. Í stuttu máli virkar fulltrúalýðræði þannig að fólk velur sér aðila sem fer með völd almennings tímabundið. Beinu lýðræði má síðan lýsa þannig að aðili sér sjálfur um að fara með völdin.

Hvernig er hægt að æfa lýðræði?

Hægt er að finna allskyns lýðræðistengd verkefni og leiki á Kompás. Hér eru dæmi um verkefni sem hægt væri að prófa:

Allir á Íslandi búa við lýðræði í dag. Því erum við í raun alltaf að æfa okkur í því. Þegar við kjósum tökum við þátt í lýðræðinu. Þegar við erum kosin, þá framfylgjum við því. Við kosningar er æskilegt að allir séu meðvitaðir um valmöguleika sína. Á Áttavitanum má finna meira efni um kosningar og kosningarétt. Flokkurinn okkar Stjórnmál inniheldur alls kyns nánari upplýsingar um lýðræði og stjórnskipulag.

Nánari upplýsingar og heimildir:

Hvað er lýðræði? – Vísindavefurinn.

Lýðræði – Kompás.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar