Kosningaréttur eru réttindin til þess að kjósa í almennum kosningum í tilteknu ríki. Kjörgengi er rétturinn til þess að bjóða sig fram í slíkum kosningum og yfirleitt fær fólk kjörgengi á sama tíma og kosningarétt.

Á Íslandi mega allir íslenskir ríkisborgarar sem eru orðnir 18 ára þegar kosningar fara fram, kjósa í þeim kosningum.

Hvaðan kemur kosningarétturinn?

Jafn kosningaréttur allra sjálfráða borgara í ríki er ein af grundvallarforsendum lýðræðis.

Áður fyrr var kosningaréttur takmarkaður við mun fleira en aldur og t.d. máttu konur lengi vel ekki kjósa á Íslandi og ekki heldur sumir sem voru á sakaskrá eða höfðu tekið við framfærslustyrk frá sveitarfélagi sínu. Kosningaaldurinn var líka upphaflega 25 ár á Íslandi en var smám saman lækkaður. Hann varð 18 ár árið 1984 og er það enn nú.

Víðar hefur kosningaréttur kvenna og fleiri minnihlutahópa verið útilokaður langt fram á 20. öld þrátt fyrir að eitt af helstu skilyrðum lýðræðis sé yfirleitt talinn vera jafn kosningaréttur allra sjálfráða einstaklinga.

Með þróun lýðræðisins og baráttu þjóðfélagshópa á 20. öld hlutu flestir eða allir sjálfráða ríkisborgarar lýðræðisríkja þó smám saman kosningarétt og kjörgengi.

Ahverju kjósum við? Smelltu hér til að skoða það.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar