Stjórnmál snúast um stjórn samfélagsins. Hið opinbera; ríki, borg og bæir, hafa ýmiss konar völd yfir samfélaginu sem fólk er ekki sammála um hvernig eigi að beita, eða hversu mikil þau eigi að vera.
Þeir sem taka þátt í þessari stjórn samfélagsins, tjá skoðanir á henni eða hafa áhrif á hana, eru að taka þátt í stjórnmálum.
Stjórnmál gerast samt ekki eingöngu hjá hinu opinbera; almenningur, félagasamtök og fyrirtæki geta haft áhrif á stjórn samfélagsins með ýmsum hætti í lýðræðissamfélögum.
Í raun fjalla stjórnmál um samfélagsleg völd og hvernig sameiginlegir hagsmunir og málefni samfélagsins eru leyst.
Stjórnmál gerast samt ekki eingöngu hjá hinu opinbera; almenningur, félagasamtök og fyrirtæki geta haft áhrif á stjórn samfélagsins með ýmsum hætti í lýðræðissamfélögum.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?