Lagafrumvörp eru tillögur alþingismanna eða ráðherra að nýjum lögum eða breytingum á gildandi lögum landsins.
Hvernig verða frumvörp til?
Langflest lagafrumvörp eru samin af starfsmönnum ráðuneyta og lögð fram af ráðherrum. Sum þeirra eru þó samin og lögð fram af öðrum þingmönnum, en fæst þeirra eru samþykkt.
Samkvæmt stjórnarskrá Íslands verða slík frumvörp að fara í gegnum þrjár umræður á þingi áður en þau eru samþykkt þar. Fyrst er frumvarp lagt fram og rætt almennt, síðan fara þau í umsögn til þingnefnda.
Eftir þá umsögn fara þau í aðra umræðu, þar sem hver hluti frumvarpsins er ræddur ítarlega. Loks fer frumvarpið í þriðju umræðu, þar sem það er aftur rætt í heild og loks greidd um það atkvæði.
Til þess að lagafrumvarp teljist samþykkt og hljóti gildi þarf meirihluti alþingismanna að vera viðstaddur atkvæðagreiðsluna. Meirihluti þeirra sem greiða atkvæði þurfa síðan að samþykkja frumvarpið til að það teljist samþykkt. Frumvarpið hlýtur svo endanlega gildi ef forseti Íslands skrifar undir það.
Langflest lagafrumvörp eru samin af starfsmönnum ráðuneyta og lögð fram af ráðherrum. Sum þeirra eru þó samin og lögð fram af öðrum þingmönnum, en fæst þeirra eru samþykkt.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?