Hvenær hefst utan-kjörfundar-atkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninganna 2014?

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst 5. apríl 2014 og stendur fram á kjördag þann 31. maí 2014.

Hvernig fer kosning fram utan kjörfundar?

  1. Kjósandi, sem greiða vill atkvæði utan kjörfundar, skal gera kjörstjóra grein fyrir sér, svo sem með því að framvísa kennivottorði eða nafnskírteini, eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjóra. Að því búnu fær kjósandi afhent kjörgögn sem eru kjörseðill, kjörseðilsumslag, fylgibréf og sendiumslag.
  2. Kosning fer fram í einrúmi og þar ritar kjósandi eða stimplar á kjörseðilinn bókstaf þess lista sem hann vill kjósa.
  3. Á kjörseðli við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar eru hvorki heiti stjórnmálasamtaka né nöfn frambjóðenda. Vilji kjósandi breyta röð frambjóðenda á listanum sem hann kýs ritar hann nöfn frambjóðenda og tölusetur þau, 1 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa efst, töluna 2 fyrir framan það nafn sem hann vil hafa annað í röðinni, o.s.frv. Vilji kjósandi hafna frambjóðanda á lista sem hann kýs skal rita nafn hans og strika svo yfir það.
  4. Ef um óbundnar kosningar er að ræða í sveitarfélaginu þar sem ekki er kosið á milli framboðslista, ritar kjósandi á kjörseðilinn fullt nafn og heimilisfang þeirra aðal- og varamanna er hann kýs. Tilgreina skal varamenn í þeirri röð sem kjósandi kýs að þeir taki sæti.
  5. Eftir að kjósandi hefur stimplað eða ritað atkvæði sitt á kjörseðilinn, skv. 3. eða 4. tölulið hér að framan, leggur hann kjörseðilinn í kjörseðilsumslagið og límir það aftur.
  6. Því næst fyllir kjósandi út fylgibréfið og undirritar það í viðurvist kjörstjóra sem vottar atkvæðagreiðsluna.
  7. Kjósandi leggur síðan fylgibréfið og kjörseðilsumslagið í sendiumslagið, límir það aftur og áritar það til sýslumannsins eða kjörstjórnarinnar í því umdæmi þar sem hann telur sig vera á kjörskrá. Loks ritar kjósandi nafn sitt, kennitölu og lögheimili greinilega á bakhlið sendiumslagsins.
  8. Kjósandi annast sjálfur og kostar sendingu atkvæðisbréfs síns. Kjörstjóra er þó skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst. Kjósandi sem greiðir atkvæði hjá sýslumanni í sveitarfélagi þar sem hann er á kjörskrá leggur bréfið í atkvæðakassa þar.

Hvar kýs ég utan kjörfundar?

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram á eftirfarandi stöðum:

Hjá sýslumönnum um allt land, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Þá getur sýslumaður einnig ákveðið að atkvæðagreiðsla fari fram á sérstökum kjörstað í umdæminu. Sýslumenn auglýsa hvar og hvenær atkvæðagreiðsla utan kjörfundar getur farið fram. Upplýsingar um afgreiðslutíma vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar hjá hverju embætti fyrir sig verða birtar á vef sýslumanna. Sjá nánar á : Vef sýslumanna

Erlendis, á skrifstofu sendiráðs eða fastanefndar hjá alþjóðastofnun, í sendiræðisskrifstofu eða í skrifstofu kjörræðismanns samkvæmt nánari ákvörðun utanríkisráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið getur þó ákveðið að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fari fram á öðrum stöðum erlendis. Utanríkisráðuneytið annast afgreiðslu kjörgagna til kjörstjóra erlendis og auglýsir hvar og hvenær atkvæðagreiðsla geti farið fram. Sjá nánar á: Vef utanríkisráðuneytisins

Á sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraðra, stofnunum fyrir fatlað fólk og í fangelsum. Kjósanda, sem er til meðferðar á sjúkrahúsi eða vistmaður þar, eða er heimilsmaður á dvalarheimili aldraðra eða stofnun fyrir fatlað fólk, er heimilt að greiða atkvæði á stofnuninni. Hið sama gildir um fangelsi og vistmenn þeirra. Slík atkvæðagreiðsla skal fara fram á þeim tíma sem kjörstjóri ákveður, á sjúkrahúsi sem næst kjördegi, að höfðu samráði við stjórn stofnunar. Hún má þó ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi þremur vikum fyrir kjördag, laugardaginn 10. maí 2014. Sjá nánar: Leiðbeiningar um framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu sjúkra o.fl.

Í heimahúsi. Kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun, sbr. framangreint. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans. Slík atkvæðagreiðsla má þó ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi þremur vikum fyrir kjördag, laugardaginn 10. maí 2014, en ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi verður að bera fram við hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en fjórum dögum fyrir kjördag, þriðjudaginn 27. maí 2014, kl. 16.

Heimild og frekari upplýsingar: 

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar