Lýsingarorðið „skemmtilegt“ kemur sjaldnast upp í huga fólks þegar það hugsar um kosningar. Frekar eru það myndir af þrasandi stjórnmálamönnum, fagurrauðum í framan að taka alltof stórt upp í sig. Eða hugsjónasóðum að spúa litríkum orðaælum á þing-, borgar- eða forseta- leveli (samt bara með 3 í skills). Framhalds- og menntaskólapólitík tekst meira að segja að verða leiðinleg stundum – þó svo að baráttan snúist yfirleitt um samlokugrill eða fría smokka fyrir nemendur. En FYI: þá eru til skemmtilegar kosningar.

Hugmyndin með Betri Reykjavík snýst um að leyfa okkur að ráða meira. Gefa okkur tækifæri til að breyta borg óttans í eitthvað ennþá betra. Hugmyndirnar koma allar frá íbúum Reykjavíkur og það eru líka þeir sem kjósa. Því miður fyrir okkur unga fólkið þá er meðalaldur kjósenda frekar hár sem þýðir að hvíldarbekkir á fjölförnum gönguleiðum eldri borgara fá yfirleitt kosningu. En það þarf ekki að vera svoleiðis. Í fyrra tókst til dæmis nokkrum krökkum úr Hagaskóla að fá kosna hjólabrettaaðstöðu í sínu hverfi – og allt eftir þeirra höfði!

Það er ekkert sérstaklega flókið að kjósa. Þú ferð inn á betrireykjavik.is skráir þig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli, velur hverfi og velur svo þau verkefni sem þig langar að sjá framkvæmd. Með þessu móti getur unga fólkið haft frekari áhrif á sitt næsta umhverfi. Og nota bene: þarna fáum við kosningarétt 16 ára. Einnig er hægt að senda inn hugmynd sjálf/t/ur, færa rök með eða á móti öðrum hugmyndum og þannig nota lýðræðislegan rétt þinn ennþá betur.

Hvað ætlar þú að kjósa? kosningar fara fram á vef Reykjavíkurborgar 

Höfundur: Guðmundur Vestmann

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar