Ferðatrygging
Oft geta slæmir hlutir gerst í ferðalögum; til dæmis geta ferðalegnar orðið fórnarlömb þjófnaðar, týnt farangri eða lent í slysi. Í þeim tilvikum kæmi sér vel að vera með tryggingu sem myndi bæta tjónið eða greiða sjúkrakostnað. Þetta er hlutverk ferðatryggingar en hún getur komið sér vel í erfiðum aðstæðum á ókunnugri grundu.
Hverjir þurfa að kaupa ferðatryggingu?
Þeir sem eru að fara ferðast gætu þurft að kaupa ferðatryggingu. Kannski er ekki þörf á öllu og mismunandi hlutir eiga við eftir því hvert er verið að ferðast. Einnig þarft tryggingakaupandi hugsa um eigin heilsu. Til dæmis hvort hætta sé á að viðkomandi fái slæm ofnæmisviðbrögð eða sé með einhvern undirliggjandi vandamál sem gætu aukið líkur á sjúkrahúsheimsókn. Gott er að hafa í huga að ferðatrygging er stundum innifalinn ef greitt er fyrir ferðalagið með ákveðnum greiðslukortum. Því er mikilvægt að fólk skoði skilmála greiðslukorta áður en það ferðast. SOS-sjúkratryggingakortið fylgir mögrum kreditkortum en það gildir um nær allan heim fyrir öllum helsta sjúkrakostnaði.
Hvað þarf að hafa í huga þegar ferðatrygging er keypt?
Ef þú ert búinn að skoða stöðu þína og metur þess að þörf sé að kaupa ferðatryggingu, þá er gott að hafa nokkra hluti í huga. Til dæmis:
- Þarf að tryggja farangur?
- Þarftu tryggingu gegn þjófum?
- Gildir tryggingin í öllum löndunum sem þú ætlar að ferðast til?
- Er slysa- og sjúkdómatrygging innifalinn? Ef svo er innifalið í henni flug með aðstandanda ef þess er þörf?
- Er eitthvað ákveðið hlutfall ferðakostnaðar sem þarf að greiða með greiðslukorti til að ferðatrygging verði virk?
- Gilda tryggingarnar út ferðatímann?
Hvernig virkar sjúkratrygging erlendis?
Allir Íslendingar eru tryggðir af íslenska ríkinu innanlands en tryggingarnar eru mismunandi erlendis. Ef verið er að ferast til lands sem er meðlimur í EES eða Sviss er hægt að sækja Evrópska sjúkratryggingakortið en það staðfestir rétt til nauðsynlegar heilbrigðisþjónustu á meðan tímabundinni dvöl stendur yfir. Ef landið tilheyrir ekki þessum ofantöldu geta ferðalangar fengið hluta af sjúkrakostnaði greiddan.
Hvar er hægt að kaupa ferðatryggingu?
Það er hægt að kaupa ferðatryggingar af tryggingafélögum og greiðslukortafyrirtækjum, til dæmis:
Sjóvá
VíS
TM
Vörður
Kreditkort
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?