Sérstökum hundasvæðum hefur fjölgað töluvert undan farin ár, enda er lausaganga hunda bönnuð í öllum þéttbýlum (bæjarfélögum) hér á landi og því eingöngu leyfileg í deifbýli (fjarri byggð) og á afmökuðum svæðum í og við þéttbýli.

Áhugavert: Að fá sér hund?

Hundasvæði í Reykjkavík

Hundagerði í Reykjavík eru:

  • Geirsnef – u.þ.b. 600m2 hundagerði ásamt því að lausaganga hunda er leyfð á svæðinu.
  • Í Laugardal við Engjaveg á túninu milli Húsdýragarðsins og Suðurlandsbrautar.
  • Í Miðborg – á túninu milli N1 og Umferðarmiðstöðvar(BSÍ).
  • Í Breiðholti – við göngustíg milli efra og neðra Breiðholts.

Óafgirt hundasvæði í Reykjavík 

  • á Geirsnefi.
  • á Geldinganesi.
  • við Rauðavatn, utan göngustígs við vatnið. Þó skal hafa í huga að leiðbeiningaskilti eru á nokkrum stöðum á göngustígnum sem segja til um hvort hundurinn eigi að vera í bandi.

Hundasvæði í Hafnarfirði

Hundasvæðið í Hafnafirði er staðsett við  Hvaleyrarvatnsveg strax eftir að beygt er af Krýsuvíkurveginum.

Hundasvæði í Garðarbæ

Hundasleppisvæði í Garðabæ er staðsett á útivistasvæði sem nefnist Bali og liggur að mörkum Hafnarfjarðar.  Svæðið er ekki afgirt.

Hundasvæði á Akureyri

Hundasvæði á Akranesi

Hundasleppisvæði á Akranesi er óafgirt svæði við gamla Akrafjallsveg.

Hundasvæði við Selfoss

Afgirt hundasleppisvæði við Selfoss er sunnan við Suðurhóla og austan Lækjamótavegar.

Hundasvæði í Fjarðabyggð

Hundasleppisvæði í Fjarðabyggð eru:

  • Á Norðfirði er svæðið innan við íbúabyggð fyrir ofan gamla frystihúsið norðan Norðfjarðarvegar. Stærð um 3 hektarar.
  • Á Eskifirði er svæðið innan byggðar ofan vegslóða og utan við Þverá. Stærð um 6 hektarar.
  • Á Reyðarfirði er svæðið í fjarðarbotni innan við Geithúsaá. Stærð um 7 hektarar.
  • Á Fáskrúðsfirði er svæðið gamla flugbrautin. Stærð um 10 hektarar.
  • Á Stöðvarfirði er svæðið utan við byggðina neðan Suðurfjarðarvegar innan við gámavöllinn. Stærð um 3 hektarar.

Þú getur nálgast upplýsingar um hundasvæði í fjarðarbyggð á vefsvæði fjarðarbyggðar.

Athugið að frekari upplýsingar um hundasvæði á landsvísu má nálgast á vef Hundasamfélagsins.

 

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar