Hvað er félagslegt húsnæði?

Félagslegt húsnæði, eða félagsíbúðir, er hugsað fyrir þá einstaklinga sem eiga í húsnæðisvanda sökum félagslegrar stöðu sinnar eða fjárhagserfiðleika t.d. vegna atvinnuleysis, fjölskylduaðstæðna eða veikinda. Félagslegar íbúðir er að finna víðsvegar um borgina og geta einstaklingar og fjölskyldur sótt um slíkt húsnæði á þjónustumiðstöð síns hverfis.

Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá úthlutað félagslegu húsnæði?

Ýmislegt er tekið til greina þegar fólk sækir um félagslega íbúð. Í Reykjavík eru skilyrðin eftirfarandi:

  • Einstaklingur verður að vera orðinn 18 ára.
  • Einstaklingur verður að hafa átt samfleytt lögheimili í Reykjavík síðustu þrjú ár.
  • Einstaklingur má ekki hafa haft hærri meðaltekjur á ári en 3.352.765 kr. síðustu þrjú ár.
  • Einstaklingur má ekki eiga eignir að verðmæti meira en 4.675.115 kr.
  • Ef um fjölskyldu er að ræða eru tekjumörkin 4.695.058 kr. að auki 561.269 krónur fyrir hvert barn á framfæri innan 20 ára. Athugið að eignamörkin eru þau sömu.
  • Sækja má um undanþágur frá þessum skilyrðum í ákveðnum tilfellum.

Hvað kostar að leigja félagsíbúð?

Leiguverð er misjafnlega hátt eftir staðsetningu og stærð íbúða. Því er erfitt að gefa upp verðhugmyndir.

Á heimsíðu Reykjavíkurborgar má finna frekari upplýsingar og umsókn um félagslegt húsnæði.
Á heimasíðu Félagsbústaða má finna svör við algengum spurningum um félagslegt húsnæði.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar