Séttarfélög bjóða uppá margvíslega styrki. Reglur, upphæðir og hvað er styrkt er mismundandi eftir stéttarfélögum.  Því er best að kanna þinn rétt á vef þíns séttarfélags og sjá hvað er í boði.

Hvað styrkja séttarfélög?

Best er að skoða vefsvæði þíns stéttarfélags til að kynna þér þá styrki sem standa til boða. Sem dæmi um styrki:

Starfsmennta- og starfsþróunarsjóði t.d. fyrir almennt nám og námskeið.

  • Dagpeninga í veikindum.
  • Sjúkraþjálfun/sjúkranudd/hnykklækningar.
  • Krabbameinsleit.
  • Áhættuskoðun hjá Hjartavernd.
  • Sálfræði-, félags- og fjölskylduráðgjöf.
  • Dvöl á heilsustofnun.
  • Líkamsrækt.
  • Augnaðgerðir.
  • Gleraugnakaup.
  • Tannviðgerðir.
  • Ættleiðingar, glasafrjóvgun og tæknisæðingar.
  • Heyrnartæki.
  • Útfararstyrk.
  • Fæðingastyrk.
  • Fíknimeðferð.

Hvernig veit ég í hvaða stéttarfélagi ég er í?

Á launaseðlinum á að koma fram í hvaða séttarfélag þú greiðir félagsgjald. Hafa skal í huga að þú átt rétt á að velja í hvaða stéttarfélag þú greiðir félagsgjöld.

Hver eru stéttarfélögin á Íslandi?

Fjöldi stéttarfélaga starfa um allt land. Mörg starfa undir heildarsamtökum sem eru:

Á finna.is má finna yfirlit yfir öll stéttarfélög á landinu.

Heimildir og frekari lestur:

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar