Bótakrafa

Ef einstaklingur er tryggður fyrir tjóni sem hann verður fyrir myndast krafa á tryggingafélagið sem kallast bótakrafa (eða tryggingakrafa). Tjónið er tilkynnt til viðkomandi fyrirtækis sem metur svo hvort viðskiptavinur eigi rétt á bótum samkvæmt tryggingaskilmálum. Stundum geta myndast deilumál milli tryggingafélags og viðskiptavinar. Í þeim tilvikum þurfa aðilar annað hvort að semja sín á milli eða leita til dómstóla til að skera úr um hvor hefur rétt fyrir sér.

Hvar tilkynnir maður tjón?

Á vefsíðum flestra tryggingafélaga er hægt að tilkynna tjón. Þar er einnig hægt að finna neyðaþjónustusímanúmer eða hefðbundin þjónustusímanúmer ef fólk vill frekar tala við starfsmenn. Í tryggingarsamning er yfirleitt talað um sjálfsábyrgð en það er sú upphæð sem viðskiptavinurinn er ábyrgur fyrir. Ef tjónið er minna en sjálfsábyrgðin greiðir tryggingafélagið ekkert og því er gott að athuga sjálfsábyrgðina áður en tjón er tilkynnt. Einnig skal gæta þess að frestur til að tilkynna tjón miðast við ár og skal því gæta að tilkynna tjón sem fyrst.

Hvað ef tryggingafélag neitar að borga?

Oft geta tryggingaskilmálar verið flóknir eða aðstæður tjóns óljósar og því ekki óalgengt að upp komi deilumál milli tryggingafélags og kröfuhafa. Ef minna en ár er liðið síðan að krafan var tilkynnt er hægt að láta Úrskurðanefnd vátryggingamála eða dómstóla taka bótakröfuna fyrir. Þegar málið er komið á þennan stað er gott að finna sér einhvern sem veitt getur aðstoð, svo sem lögmann (nokkrir aðilar bjóða uppá ókeypis lögfræðiaðstoð).

Heimild

SSF 

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar