Líftrygging
Tryggingafélög selja vöru þar sem viðskiptavinurinn ábyrgist að borga árlegan reikning í skiptum fyrir loforð fyrirtækisins að greiða ákveðna upphæð ef viðskiptavinurinn deyr. Þessi vara kallast líftrygging og hækkar verð hennar með aldri viðskiptavinar, því gæti hentað sumum að kaupa hana snemma á lífsleiðinni. Upphæðin sem greidd er við dauðsfall fer eftir samkomulagi milli viðskiptavinar og tryggingafélags og hækkar verð líftryggingarinnar í samræmi við stærð upphæðar.
Hverjir þurfa að kaupa líftryggingu?
Ef dauðsfall ber óvænt að garði getur komið sér vel að vera með líftryggingu. Til dæmis ef einhver er háður tekjum frá hinum látna getur útborgunin hjálpað til að vega upp á móti töpuðum tekjum. Í sumum til fellum getur líftrygging komið sér vel ef viðkomandi er einstæðingur, því oft getur verið dýrt að halda jarðaför og gott fyrir aðstandendur að hafa aðgang að fjármagni ef þess er þörf. Þetta á þó ekki við ef einstæðingur á eignir umfram jarðafararkostnað og ef hann á engin eða uppkomin börn, því þá er enginn háður tekjuflæði frá viðkomandi.
Hvað þarf að hafa í huga þegar líftrygging er keypt?
Ef þú ert búinn að skoða stöðu þína og metur þess að þörf sé að kaupa líftryggingu, þá er gott að hafa nokkra hluti í huga. Til dæmis:
- Hversu mikill verður jarðarfararkostnaður?
- Hversu miklar skuldir eru áhvílandi á þér og eru þær umfram eignir?
- Þarf einhver að geta lifað á tekjum frá þér eftir fráfall og ef svo er, hve lengi?
Hversu lengi þarf að greiða fyrir líftryggingu?
Viðskiptavinur þarf að greiða fyrir líftryggingu þar til að dauða ber að garði. Það er því ekki óalgengt að eldra fólk sem er orðið efnað og á uppkominn börn hætti að greiða fyrir líftryggingu. Í þeim tilvikum hagnast tryggingafélagið þar sem það þarf ekki að greiða út umsamda upphæð þegar að dauðsfall ber að garði.
Hvar er hægt að kaupa líftryggingu?
Það er hægt að kaupa líftryggingar af mörgum tryggingafélögum hérlendis, til dæmis:
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?