Hvað er meðlag?

Meðlag er hugsað til framfærslu forsjáraðila barns eða barna frá þeim sem ekki hefur forsjá, þegar fólk skilur eða hættir í sambúð.

Hver þarf að borga meðlag?

Meðlagsgreiðslur koma frá því foreldri sem barnið hefur ekki lögheimili hjá. Meðlagið tilheyrir barninu og á að nota í þágu þess. Foreldri sem fer með forræði yfir barninu tekur við meðlagsgreiðslum og ráðstafar þeim. Foreldrum ber að framfæra barni sínu og greiða með því meðlag til 18 ára aldurs.

Foreldrar semja saman um meðlag þegar slitnar upp úr samvistum

Samningar um meðlag eru ekki gildir nema þeir séu staðfestir af sýslumanni. Ef ágreiningur um meðlagsgreiðslur kemur upp skal leita til sýslumanns og fæst þá úrskurður þar. Samning um meðlagsgreiðslur má nálgast á Ísland.is.

Hversu hátt er meðlagið?

Lágmarksmeðlag er upphæð sem er endurskoðuð árlega. Árið 2022 er lágmarksupphæð á mánuði fyrir eitt barn 38.540 krónur. Foreldri getur farið fram á að hærra meðlag ef hinn aðilinn hefur fjárhagslega getu til að greiða meira. Þetta er gert með úrskurði frá sýslumanni. Töflu yfir aukið meðlag má sjá á síðunni Sýslumenn.is. Einnig getur foreldri farið fram á hærra meðlag á ákveðnum tímapunktum í lífi barnsins þegar útgjöld aukast, s.s. við fermingu eða upphaf skólagöngu.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar