Mannslíkaminn er um 60% vatn og því er vatnsneysla okkur mjög mikilvæg. Einstaklingur getur lifað án matar í allt að mánuð en einungis 5 – 7 daga án vatns. Rannsóknir hafa sýnt fram á að eðlileg vatnsneysla hjálpar til með meltinguna og getur dregið úr líkunum á ristilkrabbameini og nýrnasteinum. Húðin mun einnig þakka þér en talið er að vatnsneysla geti hjálpað til með bólur og önnur húðvandamál.
Vatnstap líkamans er um 2.5 lítrar daglega, ekki einungis með þvagi heldur einnig með svita, útöndun og með hægðum. Við þurfum því að passa upp á að vatns inntaka okkar mæti þessu tapi. Mælt er með að drekka 1.5 til 2 lítra af vatni á dag og jafnvel meira ef þú hefur verið að erfiða eða ef það er heitt í veðri. Ágætt getur verið að setja sér markmið að drekka fjórar 0.5 lítra flöskur af vatni daglega.
Við fyllum einnig á vatnsforða líkamans með fæðu en mikilvægt er að notast við drykkjarvatn
Orkudrykkir, kaffi og áfengi eru ekki taldir góðir vatnsgjafar því í þeim drykkjum eru þvagdrífandi efni sem leiða til vatnstaps í líkamanum. Það er ekki þar með sagt að þeir fylli ekki á vatnsforðann, þeir gera það bara ekki eins vel og vatnið. Vert er að hafa í huga að sykraðir drykkir og jafnvel ferskir safar innihalda fjöldann allan af kalóríum og geta leitt til þyngdaraukningar.
Hvað matvæli varðar eru ávextir og grænmeti almennt bestu vatnsgjafarnir.
Einkenni of lítillar vatnsneyslu
Þorsti er ekki endilega besti mælikvarðinn á vatnsþörfina, það getur verið gagnlegra að fylgjast með því hvernig hlandið er á litinn. Við efnaskipti myndar líkaminn úrgangsefni sem vatn flytur með þvagi úr líkamanum. Glært hland er góð vísbending um að þú sért að fá nægilega mikið af vatni en sé hlandið dökkgult eða jafnvel brúnleitt er kominn tími á vatnsglas eða tvö. Önnur merki ónægrar vatnsneyslu eru m.a svimi, höfuðverkur, hraður hjartsláttur, fátíðar klósettferðir, hægðatregða, húðþurrkur og þurrar varir.
Einkenni of mikillar vatnsneyslu
Við búum svo vel hér á Íslandi að við höfum nær alltaf óheftan aðgang að góðu drykkjarvatni. Reynum að nýta það, okkur líður betur og heilsan eflist.
Almennt er lítil hætta á ofneyslu vatns því vatnið er auðveldlega losað með þvagi. Eins og með flest eru öfgar þó sjaldan góðar og getur neysla á yfir 10 lítrum af vatni á dag leitt til minnkunar á natríum í blóðinu. Of mikil vatnsneysla getur valdið máttleysi, óskýrri hugsun og jafnvel krampa.
Flokkurinn okkar heilsa inniheldur fjölda greina um andlega- og líkamlega heilsu, útlitið, áfengi og vímuefni.
Heimildir:
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?