Hvað eru prótein?

Segja má að prótein, eða eggjahvítuefni, séu byggingarefni líkamans. Mest af þeim koma úr afurðum úr dýraríkinu; úr kjöti, fisk, eggjum, ostum og fleiru. Einnig er sumt grænmeti próteinríkt, s.s. baunir. Fólk þarf yfirleitt að borða minna af próteini en kolvetnum til að verða mett.

Hvað gera prótein?

Prótein byggja upp vöðva og endurnýja vöðvavefi. Þau endurnýja frumur í líkamanum og styrkja ónæmiskerfið. Prótein eru mikilvæg næringarefni sem nýtast sem orka ef neysla á kolvetnum er ekki nægilega mikil. Prótein eru gerð úr svonefndum amínósýrum, sem eru nauðsynlegar til þess að líkaminn geti framleitt sín eigin prótein, ensím og hormón.

Hvað eru margar hitaeiningar í próteini?

Í 1 grammi af próteini eru 4 hitaeiningar. Til einföldunar má skoða eftirfarandi tölur:

  • Í kjúklingabringu eru 20 til 25 grömm af próteini eða í kringum 100 kaloríur. Í kjúklingabringu er lítið af fitu.
  • í 120 gramma hamborgara eru 25 grömm af próteini. Hinsvegar eru oft 20 grömm af fitu í hamborgaranum, svo kaloríurnar geta orðið 250 til 280.
  • Í 200 gramma þorskstykki eru um 40 grömm af próteini. Þorskur er mjög magur fiskur og því eru aðeins um 200 kaloríur í 200 grömmum.

Á vef Matvælastofnunar má finna næringarupplýsingar matvæla.

(Mynd í eigu Brenda Gottsabend)

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar